Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 14

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 14
14 arefni, Um þetta leyti skrifaði Páll bréf sín til Tessa- lonfkumanna til að leiðbeina hinum nýstofnaða söfnuði þar og hughreysta hann. En er Páll hafði dvalið all- lengi í Iíorinluborg fór hann þaðan til Efesus, mikillar borgar á vesturströnd Litlu-Asíu, og síðan til Jerúsalem; á þeirri leið mun hann hafa komið við á Krítarey og skilið þar eptir Títus lærisvein sinn til að skipa fyrir um stjórn safnaðanna; í Jerúsalem dvaldi Páll skamma stund, en fór þaðan heim til Antiokkíu og hafði hann nú lokið hinni annari kristniboðsferð sinni. Innan skamms hóf Páll hina þriðju kristniboðsferð sína frá Antiokkíu ; fór hann þá um Galataland og Fryg- giu í Litlu-Asíu og styrkti hvervetna söfnuðina ; síðan hélt hann til Efesusborgar; þar kendi PálJ í meire en 2 ár ; vóx orð Drottins og eflðist kröptuglega fyrir munn hans og breiddist út víðsvegar nm löndin þar í grend; frá Efesus ritaði Páll bréf sitt lil Galatamanna og fyrra bréöð til Korintumanna, til að eyða flokkadiáttum, er komið höfðu upp í söfnuðunum; í Efesus var muster.i eill helgað gyðjnnni Díönu; var það meðal hinna mestu skrautbygginga í fornöld, og höfðu smiðir margir at- vinnu af því að smiða líkneski til þess; en er kenníng Páls liafði svo mikinn árángur, að við sjálft lá, að Díönudýrkunin mundi gjöreyðast, þá vakti Demetríus nokkur silfursmiður uppþot mikið í borginni; fyrir þvi fór Páll þaðan og yfir lil Masedoníu ; þaðan rilaði hann hið fyrra bréf sitt til Timóteusar, og seinna bréfið til Korintumanna; en skömmu siðar fór iiann sjálfur til Korintuborgar; þar dvaldi Páll í 3 mánuði og ritaði bréf sitt til safnaðar þess, er myndast hafði í Rómaborg; síð- an sneri Páll aptur við og hélt áleiðis til Jerúsalem með gjafir frá söfnuðunum í Grikklandi og Masedoníu.

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.