Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 15

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 15
15 Á leiðinni kvaddi hann öldungana ( Efesus með hjart- næmri skilnaðarræðu; tók hann það fram, að nú mundu þeir sjá sig í síðasta sinni, og áminnti þá með mörg- um fögrum orðum, um að hafa gát á sér og söfnuð- unum eptir burtför sína; lögðu þeir þá höndur um háls Páli og kvöddu hann grátandi; á leiðinni var Páll víða varaður við, að fara til Jerúsalem, þar eð Gyðingar hefðu hið mesta hatur á honum. en Páll kvaðst vera reiðubúinn til þess, jafnvel að deyja fyrir nafn Drottins Jesú. l*á er Páll kom til Jerúsalem, tóku postularnir honum feginsamiega og vegsömuðu Drottinn fyrir það, er hann hafði framkvæmt meðal heiðinna þjóða. En er Páll nokkrum dögum síðar, var staddur í musterinu, sáu hann Gyðingar frá Litlu-Asíu; æstu þeir lýðinn svo að hann dró Pál út úr musterinu og vildi fyrirfara honum, en hinn rómverski hershöfðingi, er bjó í Jerú- salem, frelsaði hann úr höndum þeirra; skömmu síðar fékk hershöfðinginn að vita, að 40 Gyðingar hefðu tek- ið sig saman um að ráða Pál af dögum; sendi hann þá með Pál til Sesareu til landsljórans, er Felix hét; þar sat Páll í fángelsi í 2 ár; ásökuðu Gyðingar hann sífellt fyrir Felixi, eptirmanni hans Festusi og Agrippa konungi; varði Páll sig jafnan með mikilli mælsku og andagiptt, en varð þó eigi laus að heldur; loksins skaut Páll máli sínu undir dóm keisaraus í llómaborg og var hann því sendur þangað. Skipinu, er Páll fór með, gaf illa og er þeir láu við Krítarey í höfn þeirri, er Góðhafnir nefndust, réði Páll til að hafa þar vetrarsetu; samt sem áður lagði skipið á stað, en hreppti ofviður mikið, svo að skip- verjar töldu sér bana vísan, en Páll hughreysti þá og sagði þeir mundu allir komast af heilir á hófi, eins og

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.