Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 19

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 19
19 Jóltannes Krysostomus. Krists heilaga lífemi er sú algjörða fyrirmynd, sem vér syndugir menn eigum að líkjast og laga líferni vort eptir; hans lieilagi lífsferill er sú leiðarstjarna, sem á að lýsa og Ieiðbeina oss á þessari jarðnesku vegferð vorri. En jafnframt er það næsta lærdómsríkt fyrir oss og miðar til að styrkja trú vora, að virða fyrir oss æflr þeirra manna, sem hafa barizt hinni góðu baráltu trúarinnar, og unnið sigur yfir sjálfum sér og heiminum og um leið verið útvalin verkfæri í hendi Drottins til að út- breiða hans riki hér á jörðu. Með þessháttar mönnum má telja Jóhannes Iíry- sostomus kirkjuföður. Hann er svo merkur og nafn- togaður maður I sögu kristilegrar kirkju, að gjöra má ráð fyrir, að mörgum muni þykja fróðlegt að kynna sér æOsögu hans. Jóhannes, sem kallaður var Krysostomus, eða gnll- munnur, sakir málsnildar sinnar, var fæddur í Antíokkíu á Sýrlandi hér um bil 347 árum eptir Iírists burð. Faðir hans hét Sekúndus og var riddaraliðs foringi, en móðir hans hét Antúsa. Föður sinn misti hann í æsku, og næst Guði er það móður hans að þakka, að hann varð svo mikill og nafnfrægur maður. Móðir hans varð ekkja um tvítugsaldur, en vildi aldrei giptast aptur, heldur varði öllu lííi sínu til að uppala og menla son sinn; en umfram allt lét hún sér annt um að innræla honum þekkingu á kristindóminum og elsku til Iírists.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.