Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 22

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 22
22 þólt öðruvísi hefði verið á stalt, áléit Krýsostomus skyldur kristinna presta svo háleitar, en bafði svo lítið traust á sjálfum sér, að hann hefði ekki nnnið það fyrir nokkurn mun, að takastsvo ábyrgðarmikið embætti á hend- ur. Vegna hinnar miklu siðaspillingar ( Antíokkíu fékk hann óbeit á að vera þar, og slakk því upp á því við -Basilfus vin sinn að fara með sér npp í óbyggðir og setjast þar að, til þess að geta þjónað Guði því betur í einverunni; en fyrir bænastað móður sinnar varð hann þó kyrr hjá henni. það var líka vissulega skylda hans, að elska móður sína og endurgjalda henni þá móður- ást, sem hún hafði sýnt honum frá blautu barnsbeini; hann eyddi ekki heldur tímanum í iðjuleysi, heldur varði hverjum degi til að biðjast fyrir og lesa í biflínnni, og með því varð hann henni svo handgenginn og aflaðí sér þeirrar yflrgripsmiklu þekkingar á inntaki hennar, sem öll rit hans bera með sér. Á þessum ýngri ár- nm hafði Krýsostomus ýmsar skoðanir, sem hann seinna hvarf frá og sleppli; þannig hélt hann, að hann ætti að pinta líkama sinn sem mest, og talaði stundum ekki eitt orð allan daginn, eða vildi ekki lala við aðra en Basilíus, sem þá var orðinn múnkur og kom stundum til bæjarins lil að tala við vin sinn. Krýsostomus fékk nokkra skólabræður sína til að hætta við að lesa lög- fræði og meðal þeirra var Theodoretus, sem varð ein- hver bezti vinur hans. Um þessar mnndir var Míletíus biskup rekinn úr bænum af þvf að hann prédikaði Krists lærdóm, og í hans stað var kominn kennari nokk- ur, sem neitaði guðdómi Iírists; en Diodorus prestur safnaði að sér fáeinum mönnum, sem enn héldu fast við hina sönnu trú og þýddi fyrir þeim guðsorð; í tölu þeirra var Krysostomus.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.