Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 43

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 43
43 konur, ríkir og fátækir sátu hverjir hjá öðrum og Iærðu að lesa, skrifa og reikna og á stuttum tíma urðu þeir vel læsir. Til þessa hjálpaði það mikið, að Ellis kristni- boðari hafði slofnað þar prentsmiðju og var í henní prentað stafrofskver og Lúkasar guðspjall, sem Nott hafði snúið á Tahitiska túngu. Fjöldi presta kom til Najatea frá nálægum eyum og beiddi um aðstoðarmenn í krístniboðinu; stakk þá Tauuiatóa upp á því, að þeir skyldu stofna kristniboðarafélag og þótti Vilhjálmi mjög vænt um þetta; en hafði ekki sjálfur viljað fara því fyrst á flot. Til að ræða þessa uppástúngu var haidin fjölmenn samkoma og fór þar allt mjög skipulega fram. Taumatóa var forseti og hóf fundinn með svofelldum orðum: «hugsið til þess, hvernig þér hafið þjónað fals- guðum og selt þeim í hendur ailar eigur yðar. Áður voruð þjer þrælar; en náðarboðskapur Iírists hefir gjört yður frjálsa. Hjá oss eru kennendur, sem af með- aumkun við oss hafa yfirgefið átthaga sína; látum oss þá einnig kenna í brjósti um önnur lönd og styðja að frelsi þeirra það sem í voru valdi stendur. Gefið það sem þér megið án vera; en þólt þér ekkert viljið gefa, þá óttist ekki fyrir því, að yður verði hegnt, eða að þér verðið drepnir eins og áður. Sérhver gjðri það sem honum þykir rétt vera». t*á stóð annar upp og mælti: «vér vitum allir, að ekkert skip getur hreift sig í logni; en nú eru peníngar eins ómissandi fyrir kristni- boðsfélagið eins og vindurinn er fyrir skipið; látum oss því gefa það sem ver getum». Kristniboðsfélag var nú stofnað og árið 1820 var heill skipsfarmur af kókusolíu sendur til kristniboðsfélagsins í Lundúnum, sem seldi liann fyrir 20000 rd. Sama ár voru hinir fyrstu menn þar, 70 að tölu

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.