Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 45

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 45
45 leyti til að kaupa kristniboðsskip það, er hann lengi hafði haft i huga og er hann fékk það, fór hann með það til Najatea og þólti mönnum þar svo vænt um þetta, að Taumatóa konúngur reit aðalfélaginu í Lundúnum innilegt þakkarávarp fyrir það. Á heim- ieiðitini hafði Vilhjálmur víða komið við á Herveyeyun- um og á einni þeirra, er heitir Aitútaki, skilið eptir tvo innlenda kennimenn, af hverjum einkum annar, að nafni Papejha, varð ötull og árvakur verkamaður í Drottins þjónustu. Iíonúngurinn þar á eyunni hafði komið út á skip til hans, og þegar Yilhjálmur sagði honum, hvernig farið hefði á hinum eyunnm, spurði hann, hvernig goð- unum liði á Najatea og varð hissa þegar hann heyrði, að þau hefðu verið brend, en að einn sannur Guð væri dýrkaður í þeirra stað. Konúngur tók kennimönnum vel og lét gleði sína í Ijósi með því að núa neflnu fast saman við nefln á þeim; en mesta gleði höfðu eyar- skeggjar af Jóni syni Vilhjálms, cr var 4 vetra og vildu endilega núa nefjum saman við hann. Konúngur beiddi Vilhjálm um að lofa sér að lialda þessu fagra hvita barni og lofaði að fara vel með það og gjöra það að konúngi eptir sig. En þegar þeir urðu heldur nær- göngulir, varð móðir sveinsins hrædd, svo hún þreif hann og bar hann aptur í lyptíngu. Litlu síðar komu þau boð til Vilhjálms frá Papejha, að ef hann vildi koma þángað, ætlaði lýðurinn að brenna skurðgoð sín og trúa á hinn einasta sanna Guð. Vil- hjálmur ásetti sér því að takast kristuiboðsferð á hendur til allra Ilerveyeyanna; fór hann að heiman um miðsumar 1823 og tók með sér sex innlenda vígða kennimenn og skildi þá hér og þar eptir á eyunum. Fyrst kom hann við á eyunni Ailutaki og hafði Papejha orðið mjög mik-

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.