Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 14
62
ast þætti oss að setja .uara' í samband við ,vari‘, og að
hugsa sjer, að í uarR væri jafngildi orðanna ,til vara'
= for yderligere Sikkerheds Skyld. En gegn þessu
stendur nú myndin. Rúnin, sem stendur fyrir r, er að
eins eitt stryk, I, á lengd að eins hálfur stafur, þynnra
í efri endann en þann neðri, og heíir að sjá á uppdrætt-
inUm hjá Bugge alveg sömu mynd eins og endingar r
hafa í þessári ristu. Vjer getum ekki borið um það,
hvort rún þessi muni vera máð, svo að hún hafi ein-
hverntíma verið lengri, þ. e. fullur stafur á hæð. Ur
því mætti skera, eftilvill, ef menn gætu skoðað hring-
irin sjálfan. J>ess má þó geta, að undarlegt er það,
að í ristu, sem hvergi tvítekur sama staf annarstaðar,
skuli r vera tvitekið í enda þessa eina orðs. Getum
vjer því varla annað en efazt um það, að sú tvítekn-
ing sje heimild í ‘uarR'. Væri nú stryk þetta leifar af
rúninni fyrir a, sem vjer ætlum að vel geti verið, þá
liðkaðist þegar til um lesturinn, og þá kæmi orðmynd
og þýðingu ágætlega saman: því að ,ok (stafa) alt eigu
í vara' gæfi full-skýrlega hugsunina: ok tilskilja aleigu
manna, setja aleigu manna í veð til vara o. s. frv.
(þolandann ,tuiskilan‘ þýðir Bugge tvígildan. f»ar
finnst oss orð-myndin standi í vegi fyrir skýringu. Vjer
ætlum, að með engu móti verði hjá komizt, að skipta
orðinu í tví-skilan, og að við þau skipti verði skýring-
in að styðjast. þ>að er bágt að sjá, hvað tvígildur
skyldi eiga að tákna hjer. þ>ví vissulega gat uxi aldrei
orðið tvö kúgildi, en við hvað annað en kúgildi orðið
,gildi‘ hjer yrði miðað, fáum vjer eigi sjeð. Seinni
hlutann í tui-skilan má líka lesa skillan-, skellan, skeldan,
skelldan. Mönnum kynni detta í hug, að leiða það af
sögninni skila == erlægge, sbr. skil í skilvísi, vanskil,
hreppa-skil o. s. frv. Hugsa mætti sjer einkunn mynd-
aða af skila, skill, eins og t. a. m. görr af göra, og
í nokkra líkingu við hugall af huga, hrösull af hrasa,