Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 73
skapi farnir, geta kallað þetta draum ; en þeir, sem á-
líta þetta hin æðstu sannindi, þeir, sem byggja á þessu
alla trú sína og alla von sína, þeir staðfestast í þeirri
vissu, að mannleg sál hafi óendanlega mikið gildi.
Kross Krists hefir borið það ljós, sem ekki verður slökkt,
yfir sorglega alvöru lífsins, yfir óttalegt vald hins illa
og yfir óendanlegan kærleika Guðs. Hvað er hin hrein-
asta meðvitund, hið ástúðarfyllsta hjarta í samjöfnuði
við þessa æðstu fullkomnun? Menri segja, að það sje
heimskulegt að hugsa sjer, að Guðs sonur hafi fram-
kvæmt endurlausnarverkið á þeim hnetti, sem sje svo
smár eins og jörð vor. Skyldi það þá vera auðveld-
ara að trúa endurlausninni, hefði hún farið fram á ein-
hverri af hinum stærstu stjörnum, á einhverri af þeim
sólum, sem millíónir heima snúast í kring um? Mjer
renna í hug orð spámannsins, er hann heilsar hinni
litlu borg, er vera skyldi vagga frelsarans: „Og þú
Betlehem Effrata, lítil til að vera meðal Júda þús-
unda, frá þjer skal sá koma mjer til handa, er
vera mun drottnari í ísrael“. Og þegar jeg hugsa
um jörð vora, aðra vöggu Krists, verð jeg að
segja: J>ú, jörð vor, ert aðeins svo sem fys í
hinu óendanlega rúmi; en það ert þú, sem hefir
sjeð kærleikans skærasta og fegursta ljóma; og það
auga, sem hefir gagnskoðað hin mestu djúp heims-
ins, hefir ekki sjeð neitt háleitara og dýrðlegra en
þessa fórn á krossinum á Golgata. þegar allir líkam-
ir og allir andar tilsamans eru ekki jafnvægi einnar
einustu kærleika-tilfinningar, hvar í hinu endalausa
rúmi og hvar í straumi tfmanna skyldu menn þá geta
fundið nokkuð, sem meira sje en sá kærleiki, sem lýsti
sjer á Golgata ?
þetta skilur hver kristinn maður, jafnvel hinn fá-
vísasti. Með hugsuninni gjörir hann sjer ekki grein
fyrir þessum skilningi sínum, en hann lætur leiðast af