Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 21
69
hugsunarlífinu. Allt í einu getur brugðið hulu á hugs-
anir vorar af einhverri óljósri skapferlishræringu, svo
að þær hvílast eins og í vitundarlausum dvala um
nokkra stund, ranka síðan við sjer aptur, og verða
fjörugri en áður eptir þessa hvíld. Opt má þó hugs-
anin meira en skapferlis-hræringin, sem þá verður að
láta undan í það sinn; en sje nokkurt afl í henni, sæk-
ir hún fram á ný, og getur henni þá brugðið fyrir jafn-
vel í hinni ljósustu hugsun, hjá hinum kröptugasta vilja,
eða hún má sín svo mikils hjá hinu andríka skáldi, að
það verður að bera fram það, sem það Sjálft ekki skil-
ur. Var það þá engill, sem hvíslaði skáldinu þessu i
eyra?
Einnig lýsir hið vitundarlausa sjer í einhvers kon-
ar ískyggilegu töfravaldi yfir manninum, svo sem Rich-
ard Rothe heppilega lýsir því (1 trúarfræði sinni I,
bls. 230). Ur þessu voða-djúpi rísa því miður of opt
illar fýsnir, sem alls ekkert eiga skylt við aðalstefnu
vors innra manns; að óvörum ráða þær á oss, svo sem
aðvífandi óvinir ; vera kann, að vjer hyggjumst hafa
bugað þessa óvini, en þeir magnist þó engu að síður
á laun, og lcomi aptur fram, þegar verst gegnir, heilli
sálu mannsins, og nái svo miklu valdi yfir henni, að
vjer fáum eigi viðnám veitt með krapti sjálfra vor. O-
sjálfrátt leiðir þetta aptur hugann að áhrifum „höfð-
ingja og maktavalda“, að góðum og illum öndum, og
oss koma í hug hin dularfullu ummæli ritningarinnar,
er virðast benda á það, að Guð hafi skipað engil hverj-
um manni til fylgdar (Matt. 18, 10. Post. gj. 12, 15).
fetta er leyndardómur, sem vjer botnum ekki í.
Getur það komið til mála, að vjer höfum fulla ábyrgð
á sjálfum oss gagnvart hinum sterku hræringum þessa
v itundarlausa lífs í oss ? En væri það ekki til, þá verð-
um vjer að segja, að uppsprettur sálarinnar mundu
þorna upp, því hjer er ambandið áþreifanlegast á milli
s