Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 41
89
ans gullskreytta borg, liin nýja Jerúsalem, er svifin nið-
ur frá himni. O, hversu sæl er sú borg, þar sem há-
tíð er haldin að eilífu! hversu fullur fagnaðar er sá
garður, þar sem enginn þekkir hryggð!“ (Suso). Ogí
miðri borginni er Paradís: hið horfna er fundið aptur.
f>ar sá Jóhannes í anda „straum lifsvatnsins, skæran
sem krystall, og lífstrjeð, sem bar tólffaldan ávöxt, á
sínum mánuði hvern, en blöð viðarins eru til lækningar
þjóðunum“ (Opinb. 22, 1—2).
J>ar munu „hinir eiliflega ungu, sem aldrei geta
gamlir orðið“, vaxa í ljósinu frá einum krapti til ann-
ars; allir eru þeir sælir, í eilífri hvíld, og þó í þeirri
eilífu starfsemi, sem lifinu tilheyrir (2. Kor. 3. 18.—
Irenæus). En eptir leyndardómsfullu ráði Guðs er þó
mismunur á dýrðinni, „svo sem ein stjarna er skærari en
önnur“, og sýnir þó sjerhver þeirra, eins og í spegli,
einhverja hlið guðdómsljómans, hver eptir sínu ein-
kennilega eðli. „1 húsi föður míns eru margir bústaðir“
— hefir Jesús sagt — og lærisveinar postulanna tala
um þá, „sem búa í hinum nýja himni, og þá, sem búa
í hinni nýju Paradís eða i hinni nýju Jerúsalem. Hver-
vetna er þó Guð sýnilegur í þeirri mynd, sem þeim
er gefið að líta“ (Irenæus).
Spekin, sem „var hjá Guði frá eilífð, sem var
yndi hans dag hvern, og ljek sjer ætíð fyrir augliti
hans“ (Orðskv. 8. 22, 30), hefir endurnýjað allt; feg-
urðarinnar Guð hefir gjört allt dýrðlegt; Guð náðar-
innar og máttarins hefir leitt allt til sins takmarks.
Vjer getum eigi hugsað oss neitt bjartara, tignarlegra,
heilagra og yndis-fegurra, heldur en það, sem vitraðist
Jóhannesi um fullkomnun allra hluta; það er eins og í
þessum vitrunum bregði fyrir blíðum andvara og un-
aðsælum hljómi, himneskri angan frá landi hinna lif-
endu; þar skín ljómi af gulli og gimsteinum í óum-
ræðilegri geisladýrð fyrir hásæti Guðs hins allsráðanda,