Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 67

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 67
ii5 sjeum ekki annað en dýr á fullkomnara stigi, þeir gleyma aptur þessari kenningu, og nota einmitt yfir- burði mannlegs anda sem sönnun gegn lærdómsgrein- um trúarbragðanna. þeir mótmæla, þegar vjer sam- kvæmt kenningu ritningarinnar höldum því fast fram, að maðurinn sje skapaður í Guðs mynd, að því, er upp- runa hans og vitsmuni snertir; en í sömu andránni vilja þeir ekki í speki sinni kannast við þá bók, sem setur þá svo hátt í andlegu tilliti. f>að heyrir kristindómin- um til, að færa fram vörn gegn slíkum árásum. Vjer getum tekið undir með Pascal: „Ef maðurinn hreykir sjer upp, þá vil jeg niðurlægja hann, en ef hann nið- urlægir sig, þá vil jeg hefja hann“. þegar vjer heyr- um hinar miklu lofræður um hugsunarafl mannsins, sem nú á að gjöra að hinum eina guði í heiminum, þá neyð- umst vjer til að minna hugsunaraflið á, að því eru sett takmörk, og minna það á hina afarmiklu fáfræði þess einmitt um þau atriði tilveru vorrar, sem mestu varða: um hið illa, um þjáninguna, um dauðann. En vjer skul- um þó ekki fara lengra út í þetta á þessum stað; en vjer höfum rjett til að taka það upp aptur, að aldrei hefir tign mannlegs anda verið haldið eins fast fram og það er gjört í hinni kristilegu trúfræði. Öllum oss fær það fagnaðar, hversu margt og mikið hefir upp- götvazt á hinum síðari tímum, og hvílíkum framförum mannkynið hefir tekið; og aðdáanlegt er vissulega hyggjuvit mannsins, hvort heldur hann beitir því til að drottna yfir öflum náttúrunnar, svo að þau verða að hlýða honum og þjóna, eða hann neytir þess, til að komast að þeim lögum og setja þau fram, sem stjórna hinum margvíslegustu náttúru-viðburðum, eða hann kemst með hugsuninni að þeim leyndardómum, sem eigi verða fundnir með berum augum, eða hann með einu augnatilliti skynjar til fulls mikilleika alheimsins. Hvað gjörir það þá til, þótt maðurinn sje ekki meira 8*

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.