Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 80
128
og siðan í húsum Sveins beykis fórðarsonar á Löndum,
er líklega sökum mægða við gamla konu, er fyrir 16
árum var komin til Utah, hafði gjörzt Mormóni ásamt
konu sinni. Yfir höfuð tóku 6 hjón Mormónatrú, i
ekkja og i ekkill, bróðir Magnúsar Bjarnasonar, ásamt
syni sínum (sem þó nokkru síðar fjell frá Mormóna-
trú); ennfremur 2 persónur, Magnús nokkur Kristjáns-
son og ekkjan þ>uríður Sigurðardóttir, er gefnar voru
saman í hjónaband að Mormóna sið. En þess má geta,
að þá er það varð uppvíst, að siðast nefndar persónur
höfðu þannig verið saman gefnar, og að þær lifðu sam-
an, eins og hver önnur löglega saman gefin hjón, sendi
hlutaðeigandi prestur fyrirspurn um það til yfirboðara
sinna, hvort þessi þeirra hjúskaparsambúð skyldi álit-
ast lögum samkvæm, og var því svarað á þá leið, að
þeim bæri að slíta sambúð sína, þar hún væri hneyksl-
anleg, og leiddi þetta til þess, að ráðgjafinn fyrir ís-
land lagði svo fyrir, að þau skyldu saman gefin af sýslu-
manni, þar þau voru ófáanleg til að skilja1; en slcömmu
síðar hurfu þau frá Mormónatrú, og lýstu hana hina
örgustu villu. þ>ess skal ennfremur getið, að önnur
Mormónahjón, Runólfur nokkur Runólfsson og Val-
gerður Níelsdóttir, hurfu frá Mormónatrú, og óskuðu
að vera viðurkennd sem meðlimir hinnar lútersku kirkju,
en ekki var liðið nema svo sem missiri fyrr en hann
aptur gjörðist Mormóni og ljet í öð'ru sinni skíra sig
Mormóna skírn, eins og siður er hjá Mormónum, þrátt
fyrir það, að hann sjálfur væri búinn að lýsa því yfir,
að Mormónatrú væri hin argasta villa, og þrátt fyrir
það, að prestur hans hefði margfaldlega sett honum
fyrir sjónir þá miklu fásinnu, er hann gjörði sig sekan
i, með því að hverfa aptur til Mormónatrúar. þ>annig
’) Sjá Stjórnartíðindi fyrir ísl. 1875, B. bls. IOO. — Útaf þessari ráð-
stöfun spannst ritdeila all-löng í Isafold 2. árg. (1875) nr. 26 og 30,
og i 3. árg. (1876) nr. 11 og 12.