Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 19
67
ingin, þegar hugurinn heldur henni fastri sem sinni
minningu, sem sannarlegu innra ástandi, er sálin hefir
verið í. Hversu mjög hlýtur hún þá að styrkjast í
hinu komanda lífi, þar sem allt stefnir inn á við til
eigin fullkomnunar!
jþá munum vjer skoða í eilífðarinnar ljósi sorg og
gleði, og hvað annað, sem hjer hefir fram við oss kom-
ið, og hvað eina, sem vjer höfum aðhafzt, bæði smátt
og stórt. „Nú skilur þú ekki það sem jeg gjöri —
sagði Jesús við Pjetur •—, en seinna munt þú skilja það“.
Við þetta huggaði Balle biskup sig, er hann átti í
sinni hörðu baráttu: „Hvert gildi verk mín hafa, —
sagði hann — það fæ jeg einhvern tíma að vita“. En
svo getur til borið, að það verk, sem bezt sýnist, ber
alls engan ávöxt sjálfum oss eða öðrum, en aptur ber
það verk ávöxt, sem lítið eða ekkert sýnist í varið.
Minningin, sem vjer höfum, getur verið Ijúf og á-
nægjuleg, eins og minning barnæsku vorrar, en hún
getur og verið þung og sár, minning um það, sem
enginn þekkir nema Guð og vjer sjálfir: syndir vorar.
Og þómuníöðru lífi — svo mikil er Guðs náð — minn-
ingin um þær bera með sjer kærleikans fegurstu ímynd:
kærleilca Guðs til sálarinnar og kærleika sálarinnar til
Guðs. J>annig kom þetta fram þegar í þessu lífi hjá
hinni bersyndugu konu, sem elskaði mikið, af því að
henni var mikið fyrirgefið (Lúk. 7, 37 o. s. frv.). Og
vegna þessa munu hinir fullsælu frammi fyrir hásætinu
syngja nýjan lofsöng „honum, sem keypti oss Guði til
handa af öllum kynlcvíslum, tungumálum, þjóðum og
ættum með sínu blóði“; vegna þessa stíga bænir þeirra
upp fyrir hásætið eins og reykelsis-ilmur (Jóh. Opinb.
5, 8 o. s. frv.).
Og auk þess, að allt lif sjálfra vor verður oss í
öðru lífi ljóst og skiljanlegt, sakirþess, að öll framför-
in stefnir inn á við, þá er svo sem nýr heimur ljúkist
5*