Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 84
132
ars bónda Gíslasonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Áttu
þau saman þrjúbörn: i. Jón; hann giptist fyrst Olöfu,
dóttur Jóns Sigurðssonar lögmanns, en þau skildu barn-
laus eptir þriggja ára samveru; 2. Gunnar; hann átti
Ingibjörgu, dóttur Jóns Magnússonar eldra, sýslumanns;
3. Helgu; fyrri maður hennar var Björn sýslumaður
Magnússon í Bæ á Rauðasandi. Börn þeirra voru síra
Páll og Sigríður. Síra Páll fór utan og varð attestatus
baccalaureus; hann var prestur í Selárdal frá 1645 til
1705 eða 1706. Var hann prestur í 60 eða 61 ár,
ogprófastur í 50 ár. Var hann frægur fyrir lærdóm, eink-
um kunnáttu í Austurlanda tungurn, en hafði eins og
margir á þeim tímum mikla trú á göldrum og ákærði
menn harðlega fyrir þá, eins og sjá má af alþingisbók-
um frá 1669 og 1670. Síra Páll kenndi þeim sonum
síra þ>orkels, meistara Jóni og Arngrími.
Seinni kona síra Arngríms var Sigríður, dóttir
síra Bjarna Gamlasonar á Grenjaðarstað; kvæntist hann
henni árið 1628; var hann þá 60 ára, en hún 27 ára.
peirra börn voru: 1. síra J>orkell, 2. síra jporlákur,
3. Bjarni, 4. Guðbrandur, 5. Solveig, 6. Ingibjörg, 7.
Hildur; hún var móðir hins merka lögvitrings Páls
lögmanns Vídalíns.
Síra J>orkell var, eins og áður er sagt, fæddur á
Melstað í Miðfirði 1629. Olst hann upp hjá foreldrum
sínum á Melstað, og lærði fyrst hjá föður sínum. En
er hann var 18 vetra, fór hann utan til Kaupmanna-
hafnar, til Olafs Vorms, sem var einka vinur föður hans,
og tók hann til kennslu. Lærði hann bæði í Kaup-
mannahöfn og á Hollandi. Stundaði hann einkum nátt-
úruvísindi og læknisfræði, og er þess eigi getið, að
hann hafi lesið guðfræði, þótt hann síðar yrðiprestur.
Var hann um tíma við námana í Norvegi hjá Jörgen
Bielke, bróður Hinriks Bielke, og var ár 1655 sendur
hingað til landsins með þýzkum mönnum, til að rann-