Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 22
70
lífs einstaklingsins og al-lífsins, hins andlega heims,
guð'-lífsins, þessara uppsprettulinda eilífðarinnar.
far sem vitund og vitundarleysi kemur saman,
er þar eigi lífið og aflið í þeirri hugsunar- og trúar-
stefnu, sem einkanlega snýr sjer að hinu leyndardóms-
fulla (Mystik),. er þar eigi fólginn leyndardómur kær-
leikans? Eða hvað væri kærleikurinn, væri ekki þetta,
sem orðin ná eigi að útlista eða lýsa, væri eigi þessi
dularfulla og hugljúfa laðan hjartans að því, sem mað-
urinn elskar ? Og ritningin bendir í hina sömu átt, þeg-
ar hún talar um „óumræðileg andvörp11, um sæði orðs-
ins, sem þróast einnig á meðan maðurinn sefur. Hver
getur gjört sjer það Ijóst, hvað náðarríkar verkanir
Guðs anda framkvæma í sálu mannsins? Hver fær rann-
sakað til hlítar þessa leyndardóma og hin huldu áhrif
þeirra á sál og líkama : endurfæðingarkrapt skírnarinn-
ar og hluttekning í Krists blóði?
þ>að, sem eg hjer hefi getað tilfært um leyndar-
dómsfullt eðli sálar vorrar og um speki skaparans, sem
er jafn-aðdáunarverð í hinu stærsta og hinu smæsta,
hvort sem vjer skoðum hinn ómælilega stjörnugeim
eða hinn minnsta orm, er eigi annað en fáeinar athug-
anir og bendingar á stangli. En í öðru lífi mun allt
þetta skýrast fyrir oss, og vjer munum varðveita það
í minningunni. Vjer verðum nú að hugsa oss, að
„framförin til ólcrenkjanlegleikans11 stefni inn i þessi
innstu fylgnsni hugsunarinnar, tilfinningarinnar og vilj-
ans, þannig að hún verði ávallt fullkomnari, nái fyllri
og fyllri samhljóðun við sig sjálfa, og komist lengra á-
leiðis að uppsprettulindum lífsins, þaðan sem allt hefir
upptök sin, sem i manninum býr, hvort heldur það
hefir komið í ljós í lífi hans eða ekki, hvort sem hann
sjálfur þekkir það eða ekki.
Og ef vjer höfum þetta hugfast, munum vjer og
geta gjört oss hugmynd um ástand þeirra, sem deyja