Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 37
85
eygir í fjarlægð, gjörir koldimmuna umhverfis hann
enn svartari.
Meðal „andanna í varðhaldinu", sem hann er sam-
an við, er enginn blíður friðarins engill, og engin lof-
söngsrödd heyrist þar. Allir íjelagar hans eru van-
sælir, eins og hann sjálfur, og búa hver yfir sinni leyni-
legu hörmung. Og á þessum vansælunnar og kval-
anna stað á ófriður, öfund og fjandskapur heima;
glötunarfjelagar hans taka á móti honum með beisk-
um skapraunarorðum, og hæðast að hans skammvinnu
jarðarsælu, á líkan hátt og Esajas heyrði og sá þá í
anda taka á móti Babels konungi (Esaj. 14, 9—12):
„Undirheimur fer á kreik til móts við þig, þá þú kem-
ur; hann heitir á vofurnar, á alla höfðingja jarðarinnar,
og býður öllum konungum þjóðanna að standa upp af
hásætum sínum. þ>eir taka allir til orða, og segja til
þín : „"þú ert þá einnig orðinn máttvana einsogvjer;
þú ert þá orðinn vorjafningi! Ofmetnaði þínum er nið-
ur varpað í undirheima ásamt hljóminum þinna harpna!
Ormarnir eru breiddir undir þig og maðkarnir ofan á
þig! Hvernig ertu af himni ofan fallin, þú hin fagra
morgunstjarna ? Hvernig ertu til jarðar niður hrunin,
þú, sem varla virtir þjóðirnar viðlits?“.
þ>ó væri hinum auðuga manni enn eigi öll von
horfin, ef hann forhertist ekki enn meira, og' ofurseldi sig
ekki enn freklegar myrkranna skelfilega valdi, heldur
gæti grátið yfir sjálfum sjer og sinu illa notaða lífi;
enn væri von, heföi hann aðeins eitt augnablik dirfzt
að hlusta á hina kallandi röddu, sem heyrðist yfir hyl-
dýpið, þegar drottinn stje niður! þ>ví þótt Abraham
daufheyrðist við óskum vantrúarinnar, þá hefir drott-
inn uppfyllt þær með óumræðilegri miskunn sinni,
er hann boðaði náðarerindið í dauðra-ríkinu, og kom
aptur með hjálpræðisins orð, lifandi frá hinum dauðu.
Hversu fjölda margir munu þeir vera, sem hafíi