Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 20
68
iipp fyrir oss. Til eru þeir leyndardómar sálarinnar,
sem dýpri eru og undursamlegri en flestir hyggja
hjerna megin. Er ekki vitundarlíf vort framkomið af
hinu vitundarlausa í barnssálinni, og sífeldlega háð áhrif-
um frá huldum heimi tilfinninga og hugsana? Er ekki
lífið sjálft í byrjun sinni og framhaldi, — er ekki sam-
bandið milli anda og líkama hin óleysanlegasta ráðgáta
dauðlegum mönnum?
Eðlisfræðingar hinna nýrri tima hafa lagt áherzlu
á þetta, einkum Carus, og haldið frain hugmyndinni
um hið vitundarlausa, skugga-hlið tilveru vorrar, sem
skiptist á við dag-hliðina. J>essi hugmynd hefir sann-
leika í sjer fólginn, þótt hún sje hræðilega misbrúkuð
í riti E. Hartmanns : „Philosophie des Unbewussten11,
þar sem höf. leiðir af henni kenningu sína um tómleik-
ann, sem svelgir allt og einnig sálina. þetta mun hver
sá játa, sem röksamlega hugleiðir sálarlíf sitt.
J>egar maðurinn sefur, hvort heldur svefninn er
eðlilegur, eða á annan hátt framkominn, þá er hans
sjálfstæða líf að vissu leyti horfið í hið mikla alheims
líf, og þá er hann á valdi hins vitundarlausa; en hann
getur einnig verið það, þótt hann vaki. Hversu margt
heflr ekki fyrir oss komið, sem vjer aptur höfum gleymt,
og hversu margt er það enn daglega í lífi voru, sem
aldrei nær til vitundar vorrar? Hin beinu áhrif, sem
vjer verðum fyrir, hafa einhvers konar hálfa vitund
eða vitundarleysi í för með sjer. Hefir nokkur maður
getað uppgötvað, hvað það er í tónum og litum, sem
hrífur svo undursamlega, eða hvað það það sje, sem
hugboðið eða grunurinn hefir í sjer fólgið? Andinn
verkar á líkamann og líkaminn á andann, þannig að
enginn skilur; lífæðin slær hundrað þúsund sinnum á
hverjum sólarhring, en vjer verðum þess ekki varir.
Hið vitundarlausa kemur eigi einungis fram í til-
finningalífinu, heldur einnig í viljalífinu og jafnvel í