Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 35
83
Hversu skelfilegt og ólíkt lífinu í Paradís er nú
ekki aptur á móti lífið í helvíti dauðraríkisins, eins og
Kristur lýsir því í sögunni um auðuga manninn! fví
lijer er ekki einungis um dæmisögu að ræða, heldur
um sannan viðburð; það sýna orðin: „J>að var fátækur
maður, að nafni Lazarus“. — „Hinn ríki dó og var grafinn,
en er hann í hades (dauðraríkinu) upphóf augu sín,
var hann í kvölum“. Og þó var hann enginn stór-
syndari; en hann var vantrúað heimsins barn, án þess
þó að sjerhver góður neisti væri sloknaður í hjarta
hans.
Vjer skulum hugsa oss sálarástand slíks manns!
„Verk hans fylgja honum“, en í þeim er enginn sann-
ur kjarni, þau eru eintóm sjálfselska og eigingirni;
aldrei hafði hann getað orðið hrifinn af náðinni. Nú
er allt umhverfis hann autt og tómlegt, og allt sem
kært var hjarta hans, er dáið og horfið. — Sífeldlega
kvelja ástríðurnar, og neyða hugann til að rekja, upp
aptur og aptur, hinar sömu huggunarsnauðu brautir.
Hann minnist hinna horfnu unaðsemda; purpurinn og
hið dýra lín, matborð hans með hinum mörgu og ljúf-
fengu ijettum, og yfir höfuð að tala: munaður og vel-
sæld jarðlífsins stendur honum ávallt fyrir hugskots-
sjónum. Hann kvelst eins og Tantalus. Eins og
skuggalegar vofur koma endurminningar liðna tímans
óboðnar, svo sem því er geigvænlega lýst í Jobsbók
(4, 12—ió): „Eitt orð er heimulega til mfn komið,
og eyra mitt hefir numið hið lága hljóð; ótti og skelf-
ing kom yfir mig, og öll mín bein nötruðu; og þá
andinn kom fyrir mitt auglit, risu hárin á höfði mjer.
]?ar stóð hann fyrir mínum augum, en jeg þekkti
ekki myndina; hljótt var, og eg heyrði rödd, sem tal-
aði“. í huganum rekur hann allan lífsferil sinn upp
aptur og aptur, eins og Danaos-dætur bera vatn í hið
götótta ker, eins og Sisyfus veltir klettinum
6*