Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 82

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 82
130 nám, er það næsta eðlilegt, að þeim hafi hjer mest orðið ágengt. Sumir munu, ef til vill, af þessu draga þá álykt- un, að Vestmannaeyingar öðrum íslendingum fremur hafi verið móttækilegir fyrir trúarvillu, ellegar að sóknar- prestur þeirra ekki hafi nógu örugglega reynt að sporna við framgangi Mormónavillu. En þannig gætu þeir einir ályktað, sem ekkert til þekkja. En hvar annars- staðar sem Mormónar hefðu, í jafn þjettskipuðu byggðar- lagi og á Vestmannaeyjum, undir líkum kringumstæðum, beitt tilraunum, jafn opt og jafn lengi, mundi, að öll- um líkindum hafa farið á líka leið, sem sjá má vott til af hinni skammvinnu dvöl Lopts Jónssonar í Hrifu- nesi og annara Mormóna á Meðallandi; að hinu leytinu get jeg, svo sem prestur á Vestmanna- eyjum, ekki ætlað að nokkur, sem til þekkir, geti með sanni ámælt mjer fyrir það, að ekki hafi af minni hálfu verið gjörð öll sú tilraun, sem í mínu valdi hefir staðið, til að sporna við Mormónavillu, með því bæði einslega og opinberlega að sýna fram á allt hið fráleita í Mormónatrú, og vara menn við öllu, er leitt gæti þá til truflunar í trú sinni. En sú hefir reyndin á orðið, að mjög fáir af þeim, sem leiðzt höfðu í Mor- mónávillu, hafa viljað láta sig sannfæra um villu sína. því allt það, er ritað finnst Mormónum til ógildis, og sem þeim hjer hefir verið gjört kunnugt, hafa þeir sagt vera helbera lýgi, uppspunna af mótstöðumönnum þeirra, þeim til niðrunar. Við þá vantrú, sem setur sjer það mark, að rengja allt annað en það eitt, sem miðar til að styrkja hana, geta jafnvel hinar ljósustu röksemdir engu áorkað. En þar svo lítur út, sem Mormónar ekki muni láta þar við staðar nema, sem komið er, með því á síðastliðnu hausti komu til Reykjavíkur 2 nýir trúar- bræður þeirra, mundi öll þörf vera á því, að út væri

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.