Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 9

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Page 9
VII. HIN ELZTA FBUMSKRÁ ÚR NORRÆNUM KIRKJULÖGUM. í nyrðra Helsingjalandi í Svíaríki er kirkjustaður, er Forsa heitir. Kirkjuhurð þessa staðar hefir fylgt frá ómuna tíð hringur úr járni, með rúnum á, er marg- ir rúnameistarar hafa reynt sig á að leysa, en engum hefir lánazt enn til fulls, nema hinum djúpsæja lærdóms- manni Sophus Bugge, háskólakennara í Kristianiu. Hann hefir komizt að þeirri niðurstöðu, sem trauðlega mun verða vefengd, að á hringnum sje hin elzta frum- slcrá, sem nú sje til, svo kunnugt sje, úr norrænum lögum ; og að efnið sje ákvörðun um sektir fyrir tí- undartráss. Skrá þessi er þess i alla staði verð, að mönnum verði hún kunn, þó ekki væri nema fyrir aldurinn einn. Vjer viljum því færa hjer inn stutta skýrslu um ritgjörð Bugge, sýna lestur hans á rúnun- um, og sjer f lagi taka fram hina merku og áreiðan- legu úrlausn á þýðingunni í orðinu lýritr, er þessi skrá hefir lagt Bugge í hönd. Við þýðingu Bugge á rúnunum og við lestur hans á þeim bætum vjer fáein- um athugasemdum, sem vjer ætlum að miði til þess, að fá glöggvari lestur úr frumtextanum á fáeinum stöð- um en hann hefir fengið. Prófessor Bugge les rúnirnar á hringnum þannig: uksa tuiskilan auk aura tua staf at fursta laki i uksa tua auk aura fiura (a)t aþru laki ; in at þriþia laki uksa fiura (a)uk aura (a)ta staf : auk alt aiku i uarnif an hafskaki rit furir suaþ lirþir aku at liuþriti sua uas int fur auk halkat ! in þar kirþu sik þita (a)ununr a tar- staþum • auk ufakr a hiurtstaþum ; in uibiurn faþi.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.