Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 68
116
en svo sem fys eitt í alheims-skipuninni ? Mun hinn
sanni mikilleiki standa í föstu hlutfalli við fyrirferð-
ina? Eigi voru þeir Napoleon eða Galilei neinir risar
að vexti, en framúrskarandi voru þeir að hugviti. Ef
jörð vor er sá heimur, þar sem Guð framkvæmir ráðs-
ályktanir sínar, hví skyldum vjer þá barma oss útaf
því, að hún er eigi meiri að stærð en þúsundasti hluti
einhverrar af þeim grúa af stjörnum, sem blika á him-
inhvolfinu? f>ótt jörðin sje ekki stór, þá getum vjer
þó frá henni virt fyrir oss gjörvallan alheiminn. I.át-
um oss því ekki þá fávizku henda, að meta andlegt
gildi mannsins eptir fyrirferð hans í rúminu. Jeg segi
fyrir mitt leyti, að mjer finnst gildi mannsins því þýð-
ingarmeira, sem hin líkamlegu takmörk eru þrengri,
og með mestu ánægju tek jeg undir orð Pascals:
„Maðurinn er hið veikasta strá náttúrunnar, en hann er
strá, sem hugsar. Alheimurinn getur ekki gjört hann
að engu, og þó þarf ekki meira en gufu eða vatns-
dropa til að svipta hann lífi. En þótt alheimurinn vildi
gjöra hann að engu, þá er þó tign hans meiri heldur
en þess, sem deyðir hann; því maðurinn veit af því, að
hann deyr, en alheimurinn veit aptur á móti ekki af
þeim yfirburðum, sem hann hefir fram yfir manninn.
Oll sæmd vor er undir hugsunargáfunni komin; með
hugsuninni getum vjer hafið oss, en ekki með rúmi
eða tíma, sem vjer aldrei fáum fyllt“.
III.
En það er hægast að játa, að þessi skoðun á á-
gæti mannsins muni aldrei eiga almennum vinsældum
að fagna; og er það næsta skiljanlegt; því fáir eru
þeir, sem geti dáðst að því, sem þeir naumast þekkja.
Niður sokknir í vanþekkingu gefa þeir sjer aldrei hvíld
frá umsvifum og áhyggjum lífsins, og þekkja ekki
annað til vísindanna en þau niðurstöðu-atriði þeirra,