Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 69
H7
sem að verklegu gagni koma, — hvernig er þess þá
að vænta, að þeir geti skilið slíkar hugsanir sem þessar ?
Ritningin leggur ekki heldur neina sjerlega áherzlu á
þessar röksemdir ; hún tekur ekki svo mjög fram hyggju-
vit mannsins, en kennir oss aptur á móti, að hið sanna
gildi hans sje fólgið i liinum siðferðislegu hœfilegleik-
um, i samvizkunni og í hjartanu. Og þannig hlýtur
þetta að vera; því kristin trú snýr sjer ekki einungis
til gáfumannanna, sem að tiltölu eru fáir, heldur snýr
hún sjer til allra. Hversu fjarlægir sem mennirnir eru
hver öðrum, þegar litið er til skynsemi og skarpleika,
þá finna þeir sjálfir til þess, að þessi fjarlægð hverfur,
þegar litið er til hins siðferðislega. Gagnvart skyldu-
lögmálinu hverfur allur mismunur: auðugir og snauðir,
lærðir og fáfróðir standa þar jafnt að vígi, og finna
sömu ábyrgð á sjer hvíla. í þessu er og samkvæmt
kenflingu ritningarinnar vor sanni mikilleiki fólginn.
f>essi vesæla og auma skepna, sem nefnist maður, hefir
til að bera undursamlegt vald; hann getur ákvarðað örlög
sfn, hlýtt eða óhlýðnazt lögmáli tilveru sinnar, í stuttu
máli: hann er frjáls, ogþetta erþað, sem gjörir lífhans
alvarlegt og myrkt. Hugsum oss t.a. m. fátæklingana,
íðjuleysingjana á strætum borgarinnar; oss virðast þeir
sumir hverjir likir lifandi verkfærum eða dýrum, gædd-
um dálítið frekara viti en hin dýrin; hjúpaðir tötrum,
niður sokknir í lesti, hverfa þeir innan um Qöldann,
og það er torvelt að hugsa sjer, að þeir hafi ódauðlega
sálu, og að einnig þeim sje markaður staður í ráðsálykt-
unum Guðs. En hugsum oss svo aptur, að vjer vær-
um staddir í dómsalnum, og sæjum þar þessa menn
leidda fram sem glæpamenn, sakaða um að hafafram-
ið morð. Hvers vegna horfum vjer nú á þá með öðr-
um tilfinningum? Hví stöldrum vjer við, til að hlýða
á prófið, sem haldið er yfir þessum óláns-aumingjum ?
Hví er rannsóknin svo nákyæm, jafnvel smásmugleg?