Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Blaðsíða 38
86
lifað og dáið eins og hinn auðugi maður? Eins og
hann hafa þeir verið taldir lánsmenn á jörðunni, og
hafa fengið hina virðulegustu og skrautlegustu útför,
en er þeir upphófu augu sín, voru þeir í kvölum.
Lífið allt hjer og annars heims er ein samanhang-
andi heild. Eins og byrjað var í ritgjörð þessari á lýs-
ingu á lífi gamalmennisins, svo skal nú lyktað með
nokkrum orðum um fullkomnunar-ástandið.
egar þessi heimur og hinn komandi rennur sam-
an í eitt, mun andinn sameinast aptur líkama sínum.
Sólin rennur upp á hinum mikla sabbatsdegi; drottinn
Kristur kemur aptur „til að verða dýrðlegur í sínum út-
völdu“; ríki hans, ríki Sonarins, hvíldarstaður hinna
hólpnu sálna, opinberast á jörðu í hinni fyrri upprisu,
o: „upprisu hinna rjettlátu„ (Opinb. 20, 5. Lúk. 14, 14),
IJetta er fyrsta stig fullkomnunar-ástandsins. Ósýnileg
eðlisummyndun hlýtur að eiga sjer stað, því „sá lík-
ami, sem óásjálegum var niður sáð, hann rís upp veg-
samlegur“. Að morgni Páskadagsins var gröf Jesú
tóm, og jarðneskur líkami hans var vegsamlegur orð-
inn, og eptir líkingu hans munu allir hans trúuðu um-
myndast, aðeins með þeim mismun, að hann sá ekki
rotnun. þ>annig er hugmynd ritningarinnar um upp-
risu holdsins, hversu óskiljanleg sem hún kann að virð-
ast oss. „Mundi það vera meira tákn — segir Am-
brosius — að safna duptinu saman, en að blása í það
anda lífsins, eins og Guð gjörði í sköpuninni?"
f>að sem fer fram á því augnabliki, er líkaminn
rís upp, er og verður leyndardómur. — „Allir umbreyt-
ast í vetfangi, i einu augnabliki, við hinn síðasta lúð-
urs þyt, því lúðurinn mun gella, og hinir dauðu upp
risa óforgengilegir, en vjer umbreytast“ (1. Kor. 15,
52). Á þessu ummyndunarinnar augnabliki verðum
vjer að ímynda oss, að sálin og hinn andlegi líkami