Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 8

Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.06.1879, Side 8
56 urunum, og í þessum grun áttu ofsóknirnar sina fyrstu rót. Nú stóð svo á, að á Rabbi Eliezer hlaut róm- verskur landshöfðingi sjerstaklega að hafa grunsamt auga, ef hann tæki kristni, því að hann var tengdason- ur liins borna ríkiserfingja Rabban Shim’on ben Ga- maliel, sem drepinn hafði verið nokkru fyrri en þessi saga gjörðist, og systurmaður hans var konungsefnið, er þá lifði; svo að Eliezer var nákominn konungsætt Gyðinga, og gat því svo farið, þegar land var nýunn- ið og þjóðin lítt holl keisaranum, að Eliezer yrði keis- ara lítt trúr, ef hann gengi allsherjar konungi kristinn- ar kirkju á hönd. — þ>essi kafli úr ritgjörð Lowes hefir vakið mikla eptirtekt um allan menntaðan heim. Enda er talið, að nú sjeu gildrök færð að þvi, að guð- spjöll kristinnar kirkju hafi verið færð í letur miklu fyr en nokkurn hefir áður grunað. En ekki er það sízt eptirtektavert í því máli, að Gyðingur skyldi verða til þess að leiða kristinn mann til sannleikans í þessu efni, því mjer er það sjálfum kunnugt, að það var prófessor Schiller-Szinessy, er fyrst vakti athygli Lowes á málinu, því að prófessorinn hafði sjálfur rakið það út í æsar fyrir mörgum árum. Sjálfur er prófessor Szinessy svo gagnlærður í nýja testamentinu, að fáum kristnum er sú bók kunnugri. En gamla testamentið kann hann allt utan að. Eiríkur Magmísson.

x

Kirkjutíðindi fyrir Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjutíðindi fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.