Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 3
ÓÐINN 3 Magnús Guðmundsson fjármálaráðherra er fæddur 6. febrúar 1879 að Rútsstöðum í Svína- dal I Húnavatnssýslu, en fluttist nokkru síðar með foreldrum sínum að Holti í Svínadal, og var þar sín uppvaxtarár. Er faðir hans enn á lífi og er hann bróðir sira Jóhanns Þorsteinssonar, er prestur var í Stafholti, en nú búsettur í Reykjavík; en móðir Magnúsar er fyrir skömmu dáin. Skal bjer að nokkru minst á ætt fjármálaráðherra, samkvæmt þeim upplýsingum, er jeg hef aflað hjer. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum, þeim hjónum Guðmundi bónda Ror- steinssyni og Björgu Magnús- dóttur, og hafði faðir Bjargar búið í Holti. Faðir Guðmundar, en afi Magnúsar fjármálaráð- herra, var Þorsteinn Helgason frá Sólheimum í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu. En Helgi var sonur Eiríks í Bolholtí, og frá honum er komin Bol- holtsættin; er sú ætt ein hin fjölmennasta austan fjalls, og margir nafnkendir menn frá henni komnir, dreifðir um landsins bygðir. Tók Brynjólf- ur heitinn á Minna-Núpi sjer fyrir hendur að safna í skýrslu þeirri ætt, en varð að gefast upp við það verk vegna fjöl- mennis ættarinnar, og má því nærri geta, að mörg eru nöfnin, er svo fróður maður sem Brynjólfur sá sjer ekki fært að ná þeim öllum í rjetta röð. Ingibjörg dóttir Eiríks í Bolholti var kona Ingvars í Skarði, og voru þau merkishjón uppi um og eftir 1800. Áttu þau 5 dætur og er sagt, að þær hafi allar strengt þess heit, að giftast embættismönnum, og fór það eftir. Er mikill ættbálkur frá þeim kominn. Móðir Guðmundar föður Magnúsar var Sigurbjörg Jónsdóttir prests á Auðkúlu, Jónssonar Sveinssonar prests á Stað í Steingrímsfirði. En móðir Sigur- bjargar var Ingibjörg Oddsdóttir prests á Miklabæ, þess er hvarf. En síra Oddur var sonur Gísla Magnússonar Hólabiskups, þess er byggja Ijet Hclakirkju, sem nú er. En móðir Bjargar og amma Magnúsar fjármála- ráðherra var af hinni svokölluðu Heiðarætt, skyld konu Jóns rektors Þorkelssonar, síra Sigurði í Vigur og Stefáni skólameistara. Átti Magnús faðir Bjargar auk hennar Önnu móður Magnúsar læknis Pjeturssonar og Margrjeti, er lengi var hjá Jóni rektor og konu hans, og er Margrjet fyrir skömmu látin. Magnús hlaut ágætt uppeldi og var snemma til menta settur. Kom hann í lærða skólann haustið 1896. Átti hann fyrstu tvo mánuði skólaársins sæti við neðsta borðið. En þá breyttist svo, að hann fluttist upp að efsta borðinu og kom fljótt í Ijós bending til þess, er siðar varð. Alla sína skólatíð var hann við efsta borðið og var jafn vel að sjer í öllum greinum. Fór þar saman gáfur og starf, og það tvent hefur hann ætíð sameinað og þannig verið í fremstu röð dugandi atorkumanna. Það er sitt hvað að vera góðum gáfum gæddur og svo að nota þær sjálfum sjer til frama og öðrum til nytsemdar. En þetta tvent fór saman hjá Magnúsi. Hann hefur átt Ijett með að tileinka sjer lærdóm og þekkingu, en hann hefur ekki notað slika gjöf sem átyllu iðjuleysis, en sú gjöf var honum upphvatn- ing til starfs, og því lærði hann alt vandlega og var ekki komið að tómum kofanum hjá honum. Það hefur ávalt einkent hann, að hann hefur gert kröfur til sjálfs sin. Það er svo^mikið af þessu í þjóð- lífi voru að gera kröfur til annara, heimta af öðrum, en það eykur aftur gremju, óánægju og aðfinslur, en dregur úr framkvæmdum. En þjóðar heill eykst því meir sem menn gera kröfur til sjálfra sín, og láta þær kröfur stjórna framkomu og verkum. Þjóð vor þarfnast manna, er gera slíkar kröfur og sækja fram að marki með tápi og dugnaði. Magnús fjármálaráðherra hefur fylgt þessari stefnu bæði við nám og störf að loknu námi. Var hann i fremstu röð meðal skólabræðra og gekk námið mjög greiðlega. Varð hann stúdent vorið 1902 ineð ágætis einkunn. Sigldi hann samsumars til Kaupmannahafnar; hafði hann í hyggju að lesa málfræði, en hvarf frá því og tók nú að lesa lög- fræði af kappi. Lauk hann lögfræðisnámi á skömm- um tíma, tók embættispróf í júní 1907 með 1. eink- unn í öllum greinutn, skrifleguin og munnlegum. Magnús Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.