Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 80

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 80
80 ÓÐINN Deildartung-uhjón, Hannes Magnússon og Vigdís Jónsdóttir. Hannes var fæddur á Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal 17. nóv. 1839. Foreldrar hans voru: Magnús Jónsson hreppstjóra á Þorvaldstöðum Auðunssonar í Hrísum. Kona Auðuns í Hrísum og móðir Jóns var Margrjet Þorvaldsdóttir systir Jóns í Deildarlungu, dannebrogstnanns. Auðunn í Hrisum var sonur Þorleifs Ásmundssonar á Hofs- slöðum. Bjó Þorleifur þar í 50 ár, frá 1723—73. Var hreppstjóri Hálssveitunga og sæmdarmaður. Má rekjá ætt þá til Oddverja. Kona Magnúsar á Vilmundarstöðum, og móðir Hannesar, var Ást- Hannes Magnússon. Vigdís Jónsdóttir. ríður Hannesdóttir frá Steindórsstöðum Jónssonar. Þau Magnús og Ástríður reistu bú á Vilmundar- stöðum 1838. Urðu þau strax nafnkend fyrir fram- sýni og dugnað. Græddist þeim bæði auður og álit. Synir þeirra fimm komust til aldurs, var Hannes þeirra elstur. Hinir voru: Jón í Stórási, t’orsteinn á Húsafelli, Einar á Steindórsstöðum og Sigurður á Vilmundarstöðum. Magnús á Vil- mundarstöðum var talinn fremstur bænda í Borgarfirði á sinni tíð. Var hann brautryðjandi í öllum búnaðarframförum, og fyrsti jarðabóta- maður í Reykholtsdal. Var hann búinn að sljetta og giiða stórt tún áður en aðrir bændur þar í sveit hreyfðu við jarðabótum. Fóðraði hann allan fjenað öðrum betur, og safnaði þó meiri heyfyrn- ingum, en áður voru dæmi til þar í sveit. Magnús var djúpbygginn og framsýnn, fáyrtur og yfirlætis- laus í mesta máta. Blandaði hann sjer lítið í annara mál ótilkvaddur, en gaf bvorjum holl ráð, sem til hans leituðu. Allir urðu synir Magnúsar merkismenn og stórbændur. Erfðu þeir mikið af hinum góðu kostum foreldra sinna. Hannes var hjá foreldrum sínum til 30 ára aldurs. Þroskaðist hann þar vel í öllu, sem til þess þarf, að stjórna stórbúi með hagsýni og dáð. Lærði hann vel til allra verka bæði úti og inni. Faðir hans hlífði hvorki sjer nje öðrum og sótti fast fram við alla bjargræðisútvegi, en þó jafnan með gætni og fyrirhyggju. Sjálfur stundaði Magnús sjó á vetrarvertíðum. Var hann altaf formaður og svo aflasæll, að þar fór enginn yfir. Ljet hann syni sína unga stunda sjó á vetrum. Urðu þeir sem faðir hans, hepnir tif fiskifanga. Varð það trú á Vatnsleysuströnd, að væru synir Magnúsar á skipi, þá brygðist ekki afli. Hinn mikli aðsældar og aflamaður Guðmundur Guðmundsson á Auðn- uin byrjaði formensku innan við tvítugt. Voru þeir þá tveir á bát, hann og Hannes Magnússon. Var líkt um aldur þeirra. Vitnaði Guðmundur oft til Hannesar sem þess fimasta og vaskasta sjó- manns, sem hann hefði haft, og valdi hann þó jafnan úr mönnum. Á þeim árum sagðist hann hafa borið hæstann hlut frá borði er þeir voru saman. Rrátt fyrir það, þótt starf til fjárfanga væri knúð fram af hinu mesta kappi á Vilinundar- stöðum, setti Magnús ekki andlegar menningar til síðu. Sjálfur var hann betur að sjer öllum þorra bændar á þeirri tíð. Skrifari góður, reikningsfær og skildi dönsku á bók. Kendi hann sonum sínum öllum skrift og reikning. Þótti sá bóndi góður, sem náði slíkri fræðslu á þeim árum. 1869 fluttist Hannes að Deildartungu og giftist það vor Vigdísi Jónsdóltur Jónssonar Þorvaldssonar í Deildartungu. Síðari kona Jóns í Deildartungu og móðir Vigdísar var Guðrún Böðvarsdótlir smiðs Sigurðssonar. Var hún 20. maður frá Þórdísi Snorradóttur Sturlusonar. Kona Jóns Þorvaldssonar og amma Vigdísar var Helga Hákonardóttir frá Hurðarbaki, Árnasonar yfirbrita í Skálholti. Kona Árna var Valgerður Oddsdóttir, Eiríkssonar, Odds- sonar biskups í Skálholti Einarssonar. Frá Jóni Þorvaldssyni og Helgu Hákonardóttur er nú kom- inn afarfjölmennur ættbálkur. Þar á meðal átti Jón faðir Vigdísar ellefu börn, sem öll giftust, og eiga þau flest marga afkomendur. Vigdís var strax í æsku orðlögð fyrir hæfileika og þroska til sálar og líkama. Hún var frið sýn- um, fjörug og atkvæðaleg, greind og glaðlynd, sjónhög og handlægin og glöggskygn á galla. Hún var skjót bæði í hugsun og hreyfingu og sá jafnan góð úrræði. Hún var fljótlynd og fljóthuga og hataði alla kyrstöðu og dofinleik. Var hún ófeimin að birta hugsanir sínar, hver sem átti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.