Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 2
2
ÓÐINN
Margrjet Yaldimarsdóttir.
Hún var fædd á Litlahóli í Eyjafirði, 25. janúar
1880. Foreldrar hennar, Valdimar Hallgrímsson
og Guðrún Þorbeigsdóttir, bjuggu þar allmörg ár,
en fluttust þaðan til Akureyrar árið 1889, ásamt
börnum sínum, Margrjeti og
Hallgrími, sem enn lifir og býr
á Akureyri með móður sinni.
En Valdimar dó á Vifilstaða-
hælinu árið 1916.
Móðurætt Margrjetar sál. er
úr Múlasýslum, greindar og
dugnaðarfólk. En faðir Valdi-
mars var Hallgrímur sonur
Tómasar heitins á Steinsstöð-
Margrjet Valdimarsdóttir.
um og Rannveigar systur Jón-
asar Hallgrímssonar. En móðir Valdimars var
Margrjet dóltir sjera Einars Thorlacius og Mar-
grjetar Jónsdóttur í Saurbæ í Eyjafirði.
Margrjet sál. giftist 31. desember 1913 timbur-
smið Jóni Porvaldssyni, sem þá var kennari á
Hólum í Hjaltadal. Rúmu ári síðar fæddi hún
dóttur og dó að fáum klukkustundum liðnum, 24.
janúar 1915, þá rjettra 35 ára gömul.
Margrjet heitin var óvenjulega vel gefin kona.
Hún var í meðallagi há, þjettvaxin og fagurlimuð,
andlitið var mjög frítt og gáfulegt, augun blá og
skær, svipurinn hreinn og bjartur, hárið mikið og
gulbjart. Hún hafði undurfagra söngrödd og kunni
vel að beita henni, þó að hún nyti lítillar tilsagnar
í söng. Glaðlynd var hún, og hin skemtilegasta í
viðræðum. Hún var hinn mesti snillingur í hann-
yrðum; lagði hún einkum stund á kjólasaum
og þótti þar bera af flestum í fjölhæfni og list-
fengi. En það sem lengst mun halda nafni hennar
á lofti, er leiklistargáfan, sem henni var gefin, og
allir dáðust að. Pað er engutn efa bundið, að
hefði hún notið góðrar tilsagnar í þeirri íþrótt þá
mundi hún hafa orðið fræg leikkona, gáfurnar
voru svo miklar og fjölhæfar. Hún var 10 ára er
hún ljek fyrsta blutverkið, í’orbjörgu hólmasól í
leiknum »Helgi magri«. En alls Ijek hún 55 hlut-
verk hjer á Akureyri og leysti þau öll vel af hendi
og sum af sannri list. Enginn leikari hjer, hvorki
karl nje kona, hefur notið slíkrar hylli sem hún.
Enda var svo komið, að menn töldu hverjum leik
borgið á leiksviðinu, er hún var einn af leikend-
unum. Öllum var kunnugt, hversu mikil áhrif til
bóta hún hafði á þá leikendur, sem með henni
störfuðu, því að hún var óþreytandi í því að segja
þeim til og benda á það, sem betur mátti fara a
leiksviðinu, bæði hvað búning þeirra, framburð og
látæði snerti. Árið 1911 gáfu nokkrir leikendur
lijer á Akureyri Margrjetu sál. gullúr með festi í
þakklætis og virðingarskyni fyrir leikstörf hennar.
Og þegar hún dó, var af vinum hennar lijer
stofnaður sjóður, sem ber nafn hennar og heitir
»Minningarsjóður Margrjetar Valdimarsdóttur«. Er
svo fyrirmælt í skipulagsskrá sjóðsins, að þegar
hann hefur náð tiltekinni upphæð, skuli miklum
hluta vaxta hans varið til eflingar leiklistinni a
Akureyri. Páll J. Árdal.
Gunnar J. Jacobson.
Minninoarljóð.
1. Skín á gullið góða!
Geisla rósin drekkur! —
Ólgar mannlífsmóða,
margur nökkvi sekkur.
Falla fagrir hlynir,
fauskar eftir standa.
Kveðjast kærir vinir,
kvíði skelfir anda.
2. Er af sorgum syrtir
síðla lífs um ögur,
brosin þín mjer birtir
bernskuminning fögur.
Og jeg ylinn þekki,
ástina og blikið,
harmar hrella ekki,
heiðið er svo mikið.
3. Vinur, vinir þínir
vaka enn og biðja,
hærri heima sýnir
hugarkraftinn styðja.
Vilji vandast málin,
verði sorgin bitur,
árblik albeimssálin
inn í myrkrið flytur.
4. Sólir lækna sviða.
Sólir þerra tárir.
Laugar Ijóssins iða
leyndu hugarsárin.
Ástin eyðir skugga,
elska broti gleymir.
Verndarvættir liugga.
Vitska frjóir geymir.
//. J.