Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 54
54
ÓÐINN
þá kirkjubannið kom sem reiðarslag,
hún varð þar fyrir. Hvað skal hjálmur þinn
og brynjan?
Síra Þorgeir.
Prá mín hrópar æf á helnd
mest fyrir hana sem nú hjeðan gekk.
Biskupinn skal borga mjer þá sál,
brjálast og deyja fyrr en dagur rís
af austri; hann skal bæta brotin sín
við sjálfan mig og settur verða frá
þeim biskupsstól, sem byrlar lýðnum eymd
í náðarstað. — Jeg hefni lýðs og lands
og vel mjer það að verja saklaus börn
mót ofbeldi.
U n a.
Er gæfa þín svo góð,
að bannið leggi ekki hjarta og hug
í fjötra?
Síra Porgeir.
Hatrið heldur styrknum við,
það býr mjer vængi.
U n a.
Sefast, sonur minn!
Ur banni getur biskup leyst þig enn,
sett þig í kallið, sem hann tók af þjer,
og vígt hjer kirkju.
Síra Porgeir.
Senn er alt of seint.
(Fríður kemur inn um sáluhliðið).
Er Solveig ennþá veik?
F r í ð u r.
Hún sefur nú,
en órór svefn er ekki bótin við
sturlaðri lund.
Sira Porgeir.
Mjer biskup borga skal
þrenn sálar manngjöld.
U n a.
Mun ei heilsan fást
með blíðri aðbúð, fylgi ástúð þýð?
F r í ð u r.
Mest dreymir hana eld og ófarsæld
annars lifs fyrir ástvini og sig.
Hún yrði frísk, ef fjelli niður bann
og forboðun á klerki og kirkjusókn.
Síra Þorgeir.
Yrð’ hún þá heilbrigð?
F r í ð u r.
Pá er bölið bætt,
sem nagar hjartað eins og ormur rós.
(Óijaulati og Gottskáll; koma úr ldrlijunni á bakviö þau).
Síra Porgeir.
Bláklukkan mín er brotin niður í rót
og beygð til jarðar, hún mun visna upp.
Með kvíða’ og angist heyri’ eg hvernig þú,
mín dánarklukka, dunar slögin tólf.
Nú gef jeg Fjanda bæði kirkju og klerk,
ef að hann sækir Satans biskup þann!
U n a.
Þú talar glæpi. —
< ") g a u t a n
(fyrir aftau þau).
Nú er bráðum nóg,
og mælirinn fullur.
(Fer út á milli liauganna).
(Lárenz kemur hvallcga inn uni sáluliliðiö).
L á r e n z.
Biskupinn er nú dáinn, móðir mín.
U n a.
O, sonur kær! æ! hvílíkt reiðarslag;
en fanstu’ hann áður?
Lárenz.
0 nei — biskup ljetst
um óttuskeið.
Gottskálk.
Svo fer nú flestum þeim,
sem vilja gjöra Gottskálk karli mein.
Síra Porgeir
(við sjálfan sig).
Hver sagði áðan: Nú er bráðum nóg,
og mælirinn fullur?
U n a.
Hvernig Ijet hann líf?
L á r e n z
(viö Friði).
Iín þolir þú að heyra óráðs orð
lians frænda þíns?
F r í ð u r.
Já, segðu svo sem gekk.
Mitt er að grála góðan horfinn vin,
haltu þvi áfram. — Jeg er ávalt þín,
— og ekki þess, sem lífið ljet í nótt. —
Jeg brendi skip mín, flúði’ og fór með þjer,
og er hjá þjer með allri minni sál.
Lárenz.
Biskup kom um kvöldið heim til sín,
og var þá orðinn sjúkur mjög að sjá.
Hann skrifaði brjef og brjef þau fóru af stað,
það fyrra ætlað Ábóta í Veri;
hið síðara var sent, en enginn veit
um móttakanda, hann mun vera á Hólum,
því sendimaður lagði’ á norður-Ieið.