Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 88

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 88
ÓÐINN 88 undan fótum hans, og hann druknað þar fastur í sprungunni þegar sjór fjell að, þar sem lík hans fanst. Þá var Bernharður ekki fullra tveggja ára gamall er faðir hans ljest, ólst hann upp með ættfólki sínu og var vinnumaður í Tröð þegar hann giftist ekkjunni Helgu (f. 28. júní 1805) dóttur Jóns bónda Ingimundssonar á Fjallaskaga í Dýrafirði og Sigríðar Bjarnadóttur frá Söndum Jónssonar. Fóru þau Bernharður og Helga að búa á Þórustöðum. Þau giftust 28. október 1839, en hann druknaði í hákarlalegu 29. mars 1843, eftir hálfs fjórða árs hjónaband. Þau hjón áttu saman tvö börn, Marsibil og Halldór, og var hann á 1. ári er hann misti föður sinn, en Helga móðir hans bjó eftir lát manns síns á Þórustöðum, fram til 1861, og var Halldór hjá móður sinni lengst af til þess hún brá búi, og sá um hana síðan ásamt Marsibil systur sinni, til þess Helga dó í Hjarðardal 1. sept. 1868, 63 ára gömul. Vorið 1836 var Halldór staðfestur af Slefáni prófasti Stephensen í Holfi og var hann þá í víst með Jens bónda Jónssyni á Innri-Veðrará og Sig- ríði Ijósmóður Jónatansdóttur, tengdaforeldrum Björns prófasts á Miklabæ, og fekk hann þá góð- an vitnisburð fyrir kunnáttu sína í kristindómi lestur á bók og hegðun, en það er fljótast af að segja um æsku og uppvöxt HalJdórs, að hann var settur i sama gagnfræðaskólann, sem allur fjöldi alþýðumanna á íslandi hafa gengið í strax frá móðurknjánum, og skólastjórinn, þrældómurinn,, vanrækti ekki að halda sveininum við námið enda hefur Halldór alla æfi trúlega haldið við æskunáminu, og það má fullyrða, að allir þeir af bekkjarbræðrum hans, sem hafa kynst honum, hafa gefið honum ágætis einkun í öllum náms- greinum iðni, trúmensku, hagvirkni og háttprýði, og snemma var hann hneigður til smíða, en alt varð hann að nema tilsagnarlaust. Sem vinnu- þjónn annara giftist hann 11. október 1869, ung- frú Elinu dóttur merkisbóndans Jóns Sigurðssonar i Hjarðardal og fóru þau hjón að búa á næsta vori á Vöðlum, kirkjujörð frá Holti, og þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap fram yíir hin síð- ustu aldamót, þar til þau sleptu ábýli sínu við Hólmgeir dýralæknir og búfræðing, tengdason sinn, en voru þar í húsmensku hjá lionum meðan hann bjó þar, en eftir það hjá Bernharði syni sínum, og eru nú búin að vera á Vöðlum full 50 ár. Halldór hefur alla æfx verið frábær iðjumaður, hagsýnn og vel virkur, ágætur smiður á járn og trje og unnið að því ósleitulega bæði hjá sér og öðrum og eru þeir enn fjöldamargir sem minnast þess með þakklæti. Hann var jafnvígur til verka bæði á sjó og Iandi og fór alt hamingjulega. Þau hjón björguðust vel þó aidrei væru rík, en á Vöðlum voru jafnan allsnægtir, þegar hina fjölda mörgu gesti bar að garði, sem þar áttu leið um, Og oft voru margs þurfandi í illveðrum að vetrar- lagi, því þar var tíðum umferð mikil, meðan menn úr vestur fjörðum urðu að fara flestar ferðir sín- ar á landi frá og til ísafjarðar að sækja þangað nauðsynjar sínar vetur eftir vetur. Það voru heil ar lestir af mönnum undir þungum böggum á baki, sem á þeim árum áttu daglegar leiðir um Bjarnardalinn og varð Vaðlaheimilið oft fyrir földa þeirra manna í senn, en það var sami vin- ararmurinn þar, sem stóð öllum opinn hvernig sem á stóð og öllum veitt af innilegri alúð og ör- læti, en aldrei spurt að gjaldi. Bæði voru hjónin sem einn maður að innilegri góðviid við alla, enda einkendi alt þeirra lif sönn prúðmenska og hlífðarlaus góðvild við hvern sem var. Elín Jónsdóttir er fædd á Kirkjubóli í Korpudal 13. apríl 1843. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Jón Sigurðsson, sem lengi bjó á Kirkjubóli eftir föður sinn (f. 29. des. 1807, dó 20. júní 1871) og fyrri kona hans Kristín (f. 5. okt. 1816, dó 4. janúar 1852) Einarsdóttir bónda i Tungu í Skutilsfirði, Ásgrimssonar, af hinni fjölmennu Arn- ardalsætt. Þegar þau Halldór og Elín höfðu verið í hjónabandi 50 ár, og allan þann tíma á Vöðl- um, þá hjeldu hin mannvænlegu börn þeirra gull- brúðkaup foreldra sinna á heimili þeirra þ. 11. okt. 1919, þar sem þau höfðu með snild alið og fóstrað sín góðu börn og komið þeim til þeirra menningar, sem frekast voru föng á. Við gull- brúðkaupið voru og nokkrir gamlir trygðavinir og nágrannar gömlu hjónanna og voru þá flutt 4 kvæði auk þeirra gjafa, sem börn þeirra færðu þeim. Þau hjón áttu saman 7 börn og eru öll talin hjer eftir aldursröð. 1. Kristján Julíus, f. 28. júlí 1870, giftur bóndi á Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði. 2. Jón, fæddur 15. september 1871. Lærði hús- gagnasmíði í Danmörku og Þýskalandi. Er verk- smiðjustjóri í Reykjavík. Ógiftur. 3. Sigríðnr Mikkalína, fædd 29. sept. 1872. Kona Hólmgeirs Jensonar dýralæknis á Þórustöðum. 4. Guðng, fædd 12. nóvember 1874. Ekkja á Flateyri. 5. Guðmundur, fæddur 17. maí 1877, dó 18. sept. 1882 á 6. ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.