Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 64

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 64
64 ÓÐINN Paö er eins og við hefðum hvergi verið nema hjer. Pað er eins og við hefðum orðið til hjer. Eldri sveinninn: En ef mamma kæmi, gætum við þá ekki rakið sporin hennar heim? Faðirinn: Pað fyllast öll spor og hverfa. Yngri sveinninn: Jeg heyri eitthvað langt úti í skógi. Það er einhver að leita að okkur. Faðirinn: Pú heyrir trjen beygjast til hvíldar niður í snjóinn. Eldri sveinninn: Ungu trjen falla í storminum. Faðirinn: Pað eru stöðugar jarðarfarir í skóginum. (Vindurinn hrislir fönn ai trjánum). Eldri sveinninn: Trjen sem standa leggja til líkblæjurn- ar fyrir pau sem eru fallin. Faðirinn: Pau fúna par sem pau falla. Yngri sveinninn: Heyrið pið petta? Pað er einhver að blása i lúður langt úti í skógi. Pað er einhver að leita að okkur. Faðirinn: t hvassviðri hefur skógurinn hljóð allra hljóð- færa. Yngri sveinninn: Heyrið pið ekki glaum úti í skógi, glaum eins og í dimmum klukkum? Eldri sveinninn: Það heyrist drungarlegt glamur pegar elgsdýrin slá hornunum við trjen. Yngri sveinninn: Nei, jeg heyri klukknahljóð. Faðirinn: Pað er oft hringt við jarðarfarir. Eldri sveinninn: Við heyrum tómar villiraddir. Við skul- um ekki hlusta. Faðirinn: Við heyrum til okkar eigin sálar. Yngri sveinninn: Jeg heyri bresti úti í skógi eins og sprek sjeu brotin óviljandi. Eldri sveinninn: Pað eru ef til vill elgsdýrin að mölva feyskna anga með hornunum. Yngri sveinninn: Pað er eitthvað að læðast að okkur gegn um skóginn. Faðirinn: Pað er frostið að læðast að okkur í snjónum. Yngri sveinninn (með hryttingi): Ó, pað kom eitthvað mjúkt við mig og stakk mig. Eldri sveinninn: Hann er að dreyma. Við verðum að gera eitthvað til að halda okkur vakandi. Faðirinn: Nú mundi jeg láta lífið fyrir eina purra eld- spýtu ef pess væri nokkur kostur að láta líf fyrir líf. Eldri sveinninn: Okkur kólnar meira ef við stöndum kyrrir. Við verðum að ganga okkur til hita. Yngri sveinninn: Jeg get ekki gengið, fötin eru frosin við mig. Ó. pað er altaf að kólna. Faðirinn: Pað hvað vera unt að kveykja eld með pví að núa saman trjábútum. (Faðirinn og eldri sveinninn sækja trjábúta — tvo fyrir hvern — þeir taka að núa þeim saman). Eldri sveinninn: Pað er sökum hlýindanna sem eru um garð gengin, að við erum að deyja úr kulda. Faðirinn: Enginn getur kveykt sjer nýtt líf á blautri eldspýtu. (Pað hvessir meira — fönn hristist af trjánum — margbreytileg hljóð heyrast í skóginum eins og væri verið að stemma saman hljóð- færi í heilu symfóníu orkestri). Yngri sveinnínn: Jeg heyri hljóð langt úti í fjarlægð. Faðirinn: Trjen eru að bera upp kveinstafi sína. Pau eru að kalla til ættingja sem eru i fjarlægð. Pau vilja nálgast hvert annað í dauðanum. Eldri sveinninn: Pau eiga sjer djúpar rætur par sem pau hafa vaxið upp og orðið stór. Faðirinn: Eftir pví sem trjen vaxa og verða stærri, reyn- ir meira á ræturnar. Eldri sveinninn: Pegar ræturnar slitna, færast trjen úr stað eða falla. Faðirinn: Slitnum rótum veitir ekki hægt að festast í nýjum jarðvegi. (þeir núa saman trjábútunum og þegja). Yngri sveinninn: Nú heyrði jeg hljóðið aftur. Pað var nær. íPeir lilusta). Faðirinn: Jeg heyri óminn af hljóðfæraslætli skógarins! (Illjóð heyrist i fjarska). Yngri sveinninn: Pað er mamma. Guði sje lof! Faðirinn: Nei, takið pið ekki undir við hana. Ansið pið henni ekki. Jeg vil ekki að hún komi hingað nema liún sje vilt. Yngri sveinninn: Ó, pabbi! (Hijóðíð heyríst). Faðirinn: Guð hjálpi okkuröllum! Takið pið ekki undir við hana, munið pað. (Hljóðið heyrist — það er örvæntingarfult og borið ofurliði at hávaða skógarins, — Pögn). Yngri sveinninn (tekur að gráta): Ó, pabbi, hún er hætt við að kalla. Eldri sveinninn: Hún hefur snúið aftur af pví enginn tók undir við hana. Pað er ekki vist að hún finni aftur stiginn sem liggur heim að kofanum. (Hijóðið heyrist — það er fjær en áður og mjög óglögt). Pabbi, nú er ef til vilJ síðasta tækifærið að taka undir við hana. Yngri sveinninn: Hún er að fjarlægjast okkur. Ó, mamnta, hvert ertu að fara. Faðirinn (kallar): Ó hó! (Pögn). Eldri sveinninn: Nú heyrir hún ekki. Yngri sveinninn: Hún er farin of langt. Ó, mamma. Faririnn (kallar lxærra en áður): O hó! (Pögn). Guð hjálpi okkur! Hvaðan kom hljóðið? Eldri sveinninn (bendir tithægri): Úr pessari átt. Yngri sveinninn (bendir tiivinstri): Úr pessari átt. Faðirinn: Við skulum allir kalla. (Peir kalla — Pað lygnir — Hljóðið heyrist nær). Yngri sveinninn: Elsku mamma. Eldri sveinninn: Eigum við ekki að fara á móti henni? Faðirinn: Nei, pvi við vitum ekki hvaðan hún kemur. (Peir kalla aftur og aftur og hljóðið heyrist nær og nær uns þeir og móðirin hafa eftir nokkuð langa stund kallað síg saman. Móðirin kemur frá vinstri). Yngri sveinnínn: Ó, elsku mamma, Móðirin (kyssir hann): Guði sje lof, jeg hef fundið ykkur. (Faðirinn og eldri sveinninn faðma liana, en eru daprir i bragði). Ó, hví eruð pið ekki glaðir eins og sá yngsti. Ó, verið pið glaðir. Ó, hve jeg var heppin. Jeg bjelt áðan að jeg væri að villast. — Jeg veit pið eruð óttalega preyttir. Jeg er sjálf orðin preytt, jeg hef kafað snjóinn svo lengi, lengi lengi. Faðirinn: Erum við langt frá kofanum? Móðirin: Já. Pað lield jeg. Faðirinn (hikandi): Komstu með eldspýtur? Móðirin: Ó nei, nei. — Pað var vel lifandi í leirhlóð- unum heima. Jeg sagði börnunum að jeg ætlaði að verða fljót. Pau voru svo góð og róleg — pau vissu að jeg ætlaði að sækja ykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.