Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 66

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 66
66 ÓÐINN Á sjó. 1*30 sumar, er á sjó jeg ráðinn var, pá sveif hver ósk í fangið grænna dala; þar þráði jeg alt — jeg öfundaði smala, en ágirnd litla fyr á starfið bar. Og mjer fanst urð og allir mosar brosa og una mega hreggi og norðanrosa, sem hrimi slóu hlíðarbrekkur par. Og önuglyndan, svarakaldan karl í koti sínu, lágum moldarskúta, það sumar virti jeg voldugan sem jarl og vildi honum miklu heldur lúta. Svo fjell mjer Ægis sifelt skvamp og skvaldur; jeg skildi að hann var Krösus þúsundfaldur, þó kaus jeg heldur kotunganna snarl. En landsins dætur, — mest var ykkar magn í minningunum þessa löngu daga. Minn hugur þaut og þrá mín átt vagn og þeim varð hvergi lending knöpp að baga. Að brjóstum ykkar allar óskir ílugu, já, inn með hverri læstri hurð þær smugu. En Ægir drundi: Að dreyma er lítið gagn. En lof sje guði, loks »varð skipið strand«; mitt líf að sönnu hálfa nótt í vafa, en kvæði, veigar, svannar, líf og land var löngun mín og hjartans meginkrafa. Og guð mig heyrði’ og hana tók til greina: i haugabrimi gafst sú lausnin eina að Ránardóttir dreif mig upp í sand. Draumar bestir. Ó, sæll ert þú, sem girnist, en eignast aldrei jörð, því auðn og veldi stöðugt má þig dreyma, — sem fatalítill suðrar um fáskrýdd lífsins börð, en finnur aldrei vegsemdirnar heima, Pú þráir ungfrú eina og elskar trútt og heitt, en er af henni’ ei veittur minsti gaumur; þú biður guð um úrlausn, sú bæn skal þjer ei veitt, því betri miklu er þinn sæludraumur. Pú manst víst sögu bóndans, sem þráði þingreið heitt; á þing hann flaut, en tign er vandi að geyma. Hann sat þar fár og fölur og nam þar að eins eitt; hjá ánum sínum best sjer liði heima. Pví veruleikann þolir ei draumsins dýrðar sýn, i dagsljós hans hún skyldi aldrei borin. Við staðreyndirnar haustfölnar yndisekran þín og æsku þinnar fennir þá í sporin. 0 Hannes Guðmundsson. Hannes heitinn Guðmundsson, bóndi á Eið- stöðum í Blönduda), var kunnur viðsvegar um land fyrir smíðar sínar. Hann smíðaði á vetr- um afarmikið af allskonar tóbaksílátum, svipum, beislisstengum ogöðrum nauð- synjamunum fyrir sveitamenn, bæði úr málmi og trje. Smíðis- gripir hans voru allir traustir, ekkert til þeirra sparað, og snotrir að útiiti, en auk þess ódýrari en gerðist hjá flestum öðrum. Smiði hafði hann hvergi lært en var svo náttúru- hagur, að hann gat leikið flest eftir sem hann sá eitt sinn. Hann var alla ævi mikill vinnuvíkingur og fjell aldrei verk úr hendi. Má sumum smiðum þykja fróðlegt að heyra hverju hann afkastaði: Af nýsilfurbúnum tóbaks- baukum smíðaði hann 6—10 á viku, 2- 3 vand- aðar svipur á dag, venjulegar beislisstengur úr kopar með járnmjelum og öllu er til heyrði 1 á dag, en á 1 — 2 dögum ef þær voru mjög vand- aðar. Jafntramt er það aðgætandi, að smíðalól hans voru næsta einföld eftir því sem nú gerist og ýmsar frátafir voru þó ætíð á degi hverjum, er lita skyldi eftir stóru búi samtímis. Eins og gengur kom sveitungnm hans vel að geta leitað til hans með hverskonar aðgerðir á munum sin- um og allajafna var borgunin sú, að þyggja kaffi- bolla fyrir komu sína. Pví fór þó fjarri að smíðarnar væru aðalstarf Hannesar. Óðara en jörð var þýð á vorum, lagði hann allar smíðar á hilluna og fór þá að starfa að jarðabótum og búsýslu af sama kappi. Var það um mörg ár að hann sljettaði um dagsláttu á ári í túni sínu og var þó leiguliði mikinn hluta búskaparins; auk þess bygði hann upp hvert hús á jörðinni einu sinni eða tvisvar, því þar var varla nokkurt stæðilegt hús þegar hann tók við henni. Þá var ekki minna kappið við heyskap- inn er sláttur hófst, vinnutíminn mestan hluta búskaparins um 16 klst. á dag og oftast unnið af kappi. Á bindingardögum var Eiðstaðabóndinn allajafna búinn að smala hrossunum og leggja reiðinga á þau er hann vakti pilta sína kl. 5—6 að morgni, en þar er leitótt mjög og langt að sækja hross, ekki síst er finna þarf 10—14 gripi Hanncs Guðmundsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.