Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 73

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 73
ÓÐINN 73 Jakob Rósinkarsson og Þuríður Olafsdóttir í Ögri. Ögur við ísafjarðardjúp er eilt af merkustu höfuðbólum landsins að fornu og nýju. Fiá því á Sturlungaöld og alt niður til vorra tíma hefur þar verið stórbændasetur; voru Ögurbændur um langan aldur í tölu hinna stóræltuðustu og auðug- ustu höfðingja á Vesturland'. Margir þeirra voru valdamenn og ærið hjeraðsríkir. Nafnkendastir Ögurbænda á fyrri öldum eru Jakob tfósinkarsson. Puriður Ólafsdóltir. þeir Björn Guðnason sýslumaður, d. 1518, er í mestum deilum átti við Stefán Skálholtsbiskup um Vatnsfjarðarmál, Magnús Jónsson prúði sýslu- maður, d. 1592, hið mesta göfugmenni á sinni tíð, og Ari sonur hans sýslumaður, d. 1651, mikill höfðingi og ríkur í hjeraði. Ögur var í ætt þeirra feðga þar til um miðja 18. öld, er Sigurður Ólafs- son, sýslumanns á Eyri við Seyðisfjörð, Jónssonar, eignaðist það eftir fóstra sinn Magnús Vídalín Pálsson frá Víðidalstungu. S ðastur valdamanna, er í Ögri bjuggu, var Erlendur Ólafsson sýslumaður, d. 1772, sá er í mestum málunum átti. Erlendur var að móðurinni kominn af Magnúsi prúða, bjó hann að sögn nokkur ár í Ögri, áður en Magnús Vídalín tók við. Eftir Sigurð Ólafsson, d. 1817, bjuggu í Ögii Þorsteinn sonur hans, d. 25. mars 1826, Einar Jónsson, d. 1856, Einarssonar á Hvítanesi, Magnús- sonar i Súðavík, bróður Sigurðar Ólafssonar, Hafliði Halldórsson frá Hvítanesi, d. 19. júní 1873, bróðir þeirra Jóns Halldórssonar á Laugabóli og Gunnars alþingismanns í Skálavík; var Hafliði fósturson Einars og arfleiddur af honum. Allir þeir bændur voru í röð mestu stórbænda í ísafjarðarsýslu á sinni tíð. Einar var síðastur Ögurbænda er nefndur var Einar »bóndi«, hafði sá forni hefðartitill baldist lengst við Ögurbændur, heyrði jeg gamla menn á fyrstu árum minum hjer nefna jafnan Ara Magnússon Ara »bónda«. Síðastur en ekk.i sístur í röð Ögurbænda er Jakob Rósinkarsson, er hjer verður nokkuð frá sagt. Jakob er fæddur í Æðey 3. júní 1854. Foreldrar hans voru Rósinkar Armann og Ragnhildur Jakobs- dóttir. Rósinkar var sonur Arna í Æðey umboðs- manns Jónssonar sýslumanns í Reykjanesi, sem mikil ætt er frá komin við Djúp, og Elísabetar Guðmundsdóttur frá Arnardal, systur Kristjáns i Vigur. Ragnhildur var dóttir Jakobs Kolbeinssonar bónda á Snæfjallaströnd, af ætt Jóns Indíafara. Foreldrar Jakobs voru mestu sæmdar og höfðings- hjón; var heimili þeirra orðlagt fyrir rausn og gestrisni. Síðan hefur sá höfðingsskapur haldist í Æðey. Rósinkar var rnesli dugnaðarmaður til lands og sjávar og stórbóndi á sinni tíð. Jakob vandist þegar í æsku öllum vinnubrögðum á heimili for- eldra sinna, gerðist hann formaður á útveg föður síns og farnaðist það vel, var bæði ötull og áræð- inn. Þegar í æsku var hann mjög ástsæll af heimilismönnum foreldra sinna og þótti í öllu hið besta mannsefni. Hann var vel viti borinn og naut nokkurrar mentunar í æsku hjá Pórarni prófasti Böðvarssyni í Vatnsfirði, sem var aldavinur föður hans. Rúmlega tvítugur að aldri rjeðist Jakob ráðs- maður til Þuríðar Ólafsdóttur í Ögri, ekkju Hafliða Halldórssonar, og gekk að eiga hana 2. sept. 1878. Bjó hann eftir það í Ögri til dauðadags. Hann andaðist 21. mars 1894, tæplega fertugur. Þegar á fyrstn búskaparárum sínum gerðist Jakob hinn mesti alhafnamaður til lands og sjávar. Ögur er tremur rýr jörð að landkostum utan túns, en túnið er stórt en fremur harðlent og brann því oft í þurka sumrum. Fullur þriðjungur þess var þýfður, er Jakob tók við, og engin þúfa á því hafði sljettuð verið. Jakob byrjaði þegar á stórfeldum túnbótum, sljettaði mestalt þýfið, girti túnið ásamt fyrirhuguðum túnauka hátt upp i stærð aðaltúnsins. Til þess að fá valn á túnið, setti hann ramgerðann stýflugarð úr stórtrjám í ögur-á, sem rennur í djúpu klettagili nokkuð fyrir framan túnið, og leiddi vatn þaðan eftir skurði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.