Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 59
ÓÐINN
59
(Hljóðfærasláttur. Sverðdansinn stiginn fjörugt. Hlað-
gerður fer á undan kvenfólkinu undir sverðin og sýnir
hugrekki sitt. Eftir dansinn lyfta karlmennirnir henni
á gullstól, og bera hana upp á mitt leiksviðið).
Sira Þorgeir
(kallar upp).
Hlaðgerður verður forustuna að fá,
i dðnsum vorum við erum enn of fá.
Jeg býð þeim dauðu að dansa með oss hring.
Velkomnir þeir, sem vakka hjer í kring!
(Að baki síra Þorgeirs kemur Grámunkur út úr kirkj-
unni með Jiettu niður fyrir andliti og tekur i liönd
HlaögerOi. Sira Þorgeir liinu megin).
D a n s.
K a r 1 a r.
1. í nótt skulum glensa og gleðja oss vel,
— Einn dunandi dans. —
Senn fellir oss plágan svo föl eins og Hel.
A11 i r.
Nú brosir þú tungl yflr dunandi dans,
við dönsum á gröfum og kjúkum og ís;
í dunandi dans líður dáðrakkur fans,
nú dönsum við pangað til garðurinn rís.
— Einn dunandi dans! —
2. Við gjörum með hugrekki gleðinni skil;
— Einn dunandi dans. —
Æ, brosið pið meyjar oss biðlum i vil.
A 11 i r.
Nú brosir pú tungl yfir o. s. frv.
K o n u r.
3. Við sofum brátt einar um niðdimma nótt,
— Einn dunandi dans. —
pá finnið oss sveinar, og faðmið oss hljótt.
A 11 i r,
Nú brosir pú tungl yfir o. s. frv.
K o n u r.
4. Ef brimlöður plágunnar brýtur vort fley,
— Einn dunandi dans. —
er best fyrir stúlku að veia’ ekki mey.
Allir.
Nú brosir pú tungl yíir dunandi dans,
við dönsum á gröfum og kjúkum og is,
í dunandi dans líður dáðrakkur fans;
nú dönsum við þangað til garðurinn rís.
— Einn dunandi dans. —
(Munkurinn, sem hefur dansaö við Hlaðgerði, dregur
liana nauöuga fram á leiksviðið).
Hlaðgerður
(reið).
Munkurinn.
Dauður sjer hvað dulið er,
dansaðu ekki i Hruna.
(Hlaðgerður hálfhijóðar upp yflr sig).
Síra Þorgeir
(fram til þeirra).
Þú grætir konur!
Munkurinn
(lyftir hettunni frá andlitinu og sýnir hauskúpu).
Garðurinn er risinn.
Þú lýgur pig frá banni, en ei frá oss.
Síra Þorgeir.
Sá, sem er dauður, á ei afturkvæmt.
Munkurinn.
Þótt jeg sje farinn, formæling mín mun
með heiftar orðum ógna þínum hug.
Síra Þorgeir
(bregður korðanum).
Og hversu lengi?
Munkurinn.
Til pess pú verra venst.
Nú legðu aftur, Þorgeir!
(Hverfur í mannþröngina).
Sira Þorgeir.
Það var hann,
sem parna stóð, en hann er horfinn mjer;
petta var ofsjón alt og ofheyrn mín.
(Halastjarna með þremur hölum kemur i ijós yfir kirkj-
unni. Vna, Lárenz, Frtður og Solveig koma).
Hlaðgerður.
Nú hef jeg dansað allra siðsta sinn.
U n a
(við sira Porgeir).
Þú hættir dansi, pett’ eru helgispjöll
að dansa svo á dauðra manna gröf.
Hún á að vigjast, kirkjan, hjer i kvöld,
pú skemtir pjer, þótt skyldan bjóði fyrst
að vinna heilög verk.
Síra Þorgeir.
Til kirkju pá
við drögum fólkið, djákni, hjálpa mjer!
D j á k n i n n
(hrópar hálfær).
Við flýjum þessa fáránlegu stjörnu,
sje kirkjan vigð, mun helgin hjálpa oss
úr öllu fári.
(Fólkið verður hrætt og lætur það í Ijósi, það fer með
djákna og presti inn i lsirkjuna. Una gengur til bæjarins).
Hlaðgerður
(Við Friði).
Sýn mjer mikla miskunn!
Hvað viltu mjer?