Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 72

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 72
72 ÓÐINN hvor var, Gaðmundur eða Helgi. Henni varð illa við drauminn og sagði Helga og bað hann fara varlega að veiðum. Eina nótt um vorið dreymdi Guðmund, að hann væri að ösla í ánni og sykki á kaf í sandbleytu. Kvað hann sjer hafa liðið illa í svefninum meðan á því stóð, en einkar vel að lyktum. Ekki var það skapferli Guðmundar að láta slíka drauma á sjer festa og síst hamla áformum sínum. Litlu síðar, fimtudaginn í 8. viku sumars (10. júní), sendi Guðmundur pilta sína til veiða. Sjálfur gat hann ekki farið með þeim, því að hann hafði lofað nágranna sinum að hjálpa honum til að gera upp hús um daginn. þetta var fyrsti dagur- inn, sem hann ætlaði að vera burtu frá heimili sínu, frá því er kona hans kom heim, langaði hana mjög til að hann væri enn heima þennan dag, en hann vildi ekki bregða loforði sínu, enda beiddist hún þess ekki Fylgdi hún honum á leið. Guðinundur kvaddi hana og bað hana að undr- ast ekki um sig, þó að hann kæmi seint heim. Henni fjelst meiia um skilnaðinn, en ástæða virt- ist til, og var órótt í skapi, er hún sneri heim til bæjar. Guðmundur fór sem hann hafði ætlað, en er lokið var vinnu, hjelt hann til árinnar og hitti pilta sína. Var þá liðinn dagur að kveldi. Veiðin er ádráttarveiði, en hvorki verður komið við bát- um nje hestum fyrir grynningum og sandbleytu. Veiðimennirnir vaða sjálfir með netin. Komið hölðu menn frá fleiri bæjum til veiða þenna dag. Veður var hið fegursta, og norður þar er nóttin eins björt og dagur um það leyti árs. Voru menn að veiðum frarn undir lágnætti. Guðmundi þótti þá ekki enn reynt til hlítar ytst í ósnum og kvaðst ekki vilja hverfa þar frá að svo búnu. Urðu þeir einir um það, Guðmundur og unglingspiltur, læri- sveinn hans, er hann unni mikið. Óð Guðmundur út í með annan enda netsins út á sand- grynningar, en förunautur hans hjelt í hinn. Alt i einu kallaði Guðmundur til hans að taka í netið, og í sama bili sekkur hann, en netið slitnaði milli þeirra. Virtist fylgdarmanninum Guðmundur grípa til sunds, en því kom ekki við fyrir sand- bleytunni og hvarf hann þar í skjótri svipan niður í kviksindið. Á Hafursstöðum var fólkið að búast í heimboðið, er sendimaður kom að segja tíðindin. Kona Guðmundar hafði borið harm sinn vel og stillilega, en svo brá við, að hún fjekk blóðspýju hvað eftir annað. Menn höfðu farið þegar að leita líksins, en það kom fyrir ekki; sandurinn hafði bráðlega rótast yfir og hulið öll vegsummerki. Guðmundur var mjög harmdauði hjeraðsbúum, og okkur hinum, sem þektum hann, þótti það meira en hjeraðsbrestur, er við spurðum hið svip- lega fráfall hans. Við sárkennum í brjósti um ástvini hans, er hafa svo mikils mist, en blóðsjá- um líka eftir honum sjálfir. Þessum manni, sem sýndist skapaður til að lifa bæði lengi og vel, svo stálhraustur sem hann var og hófsmaður um alt; bjartsýnn á lífið, með sterkri trú á framfarir og alráðinn í að vinna að þeim í átthögum sínum og hvar annarsstaðar sem hann mætti við kom- ast. Og hann var líklegur til að fá míklu áorkað, harðfylginn og kappsamur, en þó bæði stiltur og sanngjarn; hógvær í skapi, en þó einarður og fasttækur; góðgjarn og hjálpfús við aðra, en ósjer- hlífinn og vandlátur við sjálfan sig; jafn lík- legur til að beitast sjálfur fyrir góðu máli og til að veita góðum foringja dyggilega fylgd, en viss að standa í fremstu röð og þeim megin að, er hann taldi málstaðinn betri, hvort sem fleiri fylgdu eða færri. Trautt mundi sá maður nokkurn tíma hafa legið á liði sínu nje brugðist manni eða málefni í hagnaðarskyni fyrir sjálfan sig. Sannast hjer sem oítar spakmæli þeirra Bjarna og Mattbíasar: »Er þegar öfigir ungir falla sem sigi i ægi sól á dagmálum«, og »aldrei er svo bjart yfir öðlingmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú«. En »aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú«. Það er eina bótin. Magnús Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.