Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 11

Óðinn - 01.01.1934, Qupperneq 11
ÓÐIN N 11 Þjóðsaga Azteka um Quetzalcoatl minnir á hrakningssögu Bjarnar Ásbrandssonar og manna hans hjeðan vestur um höf, og sú spurning liggur þá nærri, hvort ekki geti átt sjer stað samband þar í milli. Frásögnin um brottför Bjarnar Ásbrandssonar hjeðan af landi er í 47. kapitula Eyrbyggja sögu. Björn átti heima á Kambi í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi, ungur maður, hraustur og glæsilegur. Hann fjekk ást á Þuríði húsfreyju á Fróðá, sem er hinumegin á nesinu, en hún var systir Snorra goða á Helgafelli og gift manni, sem Þóroddur hjet. Björn gekk oft til fundar við Þuríði og kærði Þóroddur þetta fyrir Snorra goða. Snorri reið að Kambi með marga menn og ætlaði að láta drepa Björn. Hafði hann valið til mann, er vinna skyldi á honum. En áður þeir Snorri kæmu heim að Kambi varð Björn á vegi þeirra. Grunaði hann þegar, hvert væri tilefni farar- innar, gekk að Snorra, greip annarri hendi í kápuermi hans, en í hinni hjelt hann á opnum knífi og miðaði á brjóst honum. Maður sá, er vinna átti á Birni, sá, að Snorra mundi bani búinn, ef hann ætti nokkuð við Björn meðan svo stóð, og urðu þeir um hríð samferða og töluðust við, en Björn slepti ekki því taki, sem hann hafði á Snorra. Ræddu þeir þannig mál sín um stund og urðu þau lok á, að Björn hjet að Iáta af fundum við Þuriði og hverfa burt úr hjeraðinu. Um brottför Bjarnar segir sagan: »Annan dag eftir reið Björn suðr í Hraunhöfn til skips ok tók sjer þar þegar far um sumarit, ok urðu heldr síðbúnir. Þeir tóku útnyrðing, og viðraði þat löngum um sumarit, enn til skips þessa spurð- ist eigi síðan langan tima«. Það er talið að þetta hafi verið árið 998. I 64. kapítula Eyrbyggja sögu er þessi frásögn: »GuðIeifr hét maðr, hann var son Guðlaugs hins auðga ór Straumflrði, bróðir Þorfinns, er Sturlungar eru frá komnir. Guðleífr var far- maðr mikill. Pat var ofarlega á dögum Ólafs hins helga, at Guðleifr hafði kaupferð vestr til Dýflinnar, enn er hann sigldi vestan, ætlaði hann til Islands, hann sigldi fyrir vestan Irland, ok fékk austan veðr ok landnyrðinga, ok rak þá langt vestr í haf ok í útsuðr, svá at þeir vissu ekki til lands, enn þá var mjög áliðit sumar, ok hétu þeir mörgu, at þá bæri ór hafinu, ok þá kom þar, at þeir urðu við land varir, þat Sigvaldi Ðjarnason trjesmiðameistari. Hann andaðist hjer í bænura í febrúar í vetur, fæddur 31. des. 1860 á Fremstagili í Húnavatnssýslu og bjuggu þá foreldrarhans þar, Bjarni Jónsson og Halldóra Jónsdóttir. Um tvítugt fór Sig- valdi til Reykjavik- ur og lærði trjesmíði hjá Magnúsi heitnum Arnasyni. Fór svo vestur á Bíldudal og vann þar að bygging- um fyrir Pjetur kaup- mann Thorsteinsson. Par kvæntist Sigvaldi 1892 Guðrúnu Pjet- ursdóttur frá Bjarnar- höfn. Eignuðust þau tvö börn, en mistu bæði á ungum aldri. Um eitt skeið hjeldu þau Sigvaldi og Guð- rún veitingahús á Bíldudal. Nálægt aldamótunum flutt- ust þau til Reykjavíkur og hefur Sigvaldi gegnt hjer ýmsum störfum fyrir bæjarfjelagið og notið trausts og álits allra, sem hann þektu. Hann var og fróðleiksmað- ur á islensk fræði. Bróðir hans var Halldór Bjarnason sýslumaður i Barðastrandarsýslu, d. 1. febr. 1905, Sig- valdi var einn af stofnendum trjesmíðaverksmiðjunnar Völundur og framan af í stjórn hennar. var mikit land, enn eigi vissu þeir hvat land þat var. Þat ráð tóku þeir Guðleifr, að þeir sigldu at landinu, því at þeim þótti ilt að eiga lengr við hafsmegnit. Þeir fengu þar höfn góða, enn er þeir höfðu þar litla stund við land verit, þá koma menn til fundar við þá, þeir kendu þar engan mann, enn helzt þótti þeim sem þeir mælti írsku, brátt kom til þeirra svo mikit fjöl- menni at þat skifti mörgum hundruðum. Þessir menn veittu þeim atgöngu ok tóku þá höndum alla ok bundu, ok ráku þá síðan á land upp. Þá váru þeir færðir á mót eitt, ok dæmt um þá. Þat skildu þeir, at sumir vildu at þeir væri drepnir, en sumir vildu at þeim væri skift á vistir ok væri þeir þjáðir. Ok er þetta var kært, sá þeir hvar reið flokkr manna, ok var þar borit merki í flokkinum, þóttust þeir þá vita, at höfðingi nokkurr mundi vera í flokkinum, ok er flokk þennan bar þangat at, sá þeir, at undir merkinu reið mikill maðr og garplegr, ok var þó mjög á efra aldr ok hvítr fyrir hærum.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.