Óðinn - 01.01.1934, Side 14
14
ÓÐINN
Frú Ingibjörg Sigurðardóttir.
Frú Ingibjðrg Sigurðardóttir frá Brautarholti and-
aðisl á heiraili sínu hjer í bænum 20. febr. síðastl. Hún
var fædd 1. apríl 1872
í Geirmundarbæ á
Akranesi og ólst par
upp hjá foreldrum
sínum, Sigurði Er-
lendssyní og Guð-
rúnu Guðmunds-
dóttur. Nítján ára
gömul giftist hún Jó-
hanni Eyjólfssyni,
sem pá var nýlega
farinn að búa i
Sveinatungu í Norð-
urárdal, og bjuggu
pau par í 24 ár, en
flultust síðan að
Brautarholti á Kjal-
arnesi og voru par til
ársins 1923, en flutt-
ust pá til Reykja-
víkur. Ingibjörg var
gáfuð og góð kona. Af 11 börnum peirra hjónanna
náðu 8 fullorðins aldri, par á meðal Guðmundur kaup-
maður, sem ljetst hjer fyrir 2 árum. Sjö eru á lífi:
Guðrún skáldkona, gift Bergsveini kaupmanni Jónssyni,
Eyjólfur, framkvæmdastjóri Mjólkurfjelagsins, Helga, gift
Elísi Guðmundssyni verslunarmanni, Sigurður, Vagn og
Skúli, allir verslunarmenn í Reykjavík, og Lára, gift
Jóhanni Gunnari Stefánssyní. — Mynd af Jóhanni Eyj-
ólfssyni og grein um hann er í óðni í ágúst 1908.
þeirra Guðleifs, þótt liðið sje mjög á sumar,
því hann telur landsmenn ótrúa, en svo er hann
umhyggjusamur fyrir þeim, að hann víkur eigi
frá skipi þeirra fyrr en það er ferðbúið og gerir
á hagstæðan byr til að hefja ferðina austur um
höf. Og þegar svo gripir þeir, er hann sendi
með Guðleifi, koma í hendur þeirra Þuríðar og
Kjartans sonar hennar, er það fullyrt, að þeir
sjeu sendir af Birni Ásbrandssyni, enda má
ætla, að hringurinn hafi borið þau einkenni
fornrar vináttu, að Þuríði skyldi vera það þegar
full-ljóst, hver henni haíi sent, en sverðið má
ætla að hafi og verið þektur gripur frá þeim
tíma að Björn var á Islandi, og hafi hann viljað
að það kæmist í eigu Kjartans, enda höfðu
menn það í flimtingum við Björn áður en hann
fór af íslandi, að vafasamt mundi vera að Þór-
oddur, maður Þuriðar, væri faðir sveinsins.
Þess er getið, að þar sem þeir Guðleifur voru
bundnir meðal landsmanna, hafi þeir sjeð flokk
ríðandi manna nálgast hóp þeirra er fyrir voru,
og að borið hafi verið fyrir þeim merki, en af
því þóttust þeir mega ráða, að höfðingi nokkur
rjeði fyrir því mannvali, enda reyndist það rjett
til getið. En þess ber að geta hjer, að við Iand-
nám Ameríku voru engir hestar eða reiðskjótar
þar fyrir í landinu, svo að þessi frásaga Guð-
leifs kemur í bága við þá staðreynd. En ætla
má að Björn Ásbrandsson hafi haft með sjer
hesta á skipi sínu, er hann fór frá íslandi, og
getað borgið þeim við landtökuna við Amerlku,
en þeir náð að auka kyn sitt þar vestra, en við
fráfall hans þar í landi hafi frumbyggjar lands-
ins ekki kunnað að viðhalda þeim flokki, eins
og dæmi voru til síðar, er landnámsmenn
spánskir voru þar á ferðum um landið, og urðu
að skilja eftir hest í vörslu þeirra, því að það
kom fyrir, að þeir dekruðu við klárinn og bjuggu
honum samskonar kræsingar og þeir neyttu
sjálfir, svo að hann drapst að lokum úr hor,
en eftir það gerðu þeir likan af honum og settu
í hof sitt og tilbáðu svo sem guðlega verul
Eftir landnám Kolumbusar var stofnuð ný-
lenda í Darien, og fluttu þangað og settust þar
að spánskir menn, en um 1510 var sent þaðan
skip og því ætlað að fara til Spánar, en það
lenti i hafvillum og bar að óþektu landi (Ju-
catan), þar sem það brotnaði, en menn björg-
uðust nauðulega á land, sumir dóu þar úr hungri
og vosbúð, aðrir voru drepnir og etnir af lands-
mönnum, en einum þeirra, Aguilar að nafni,
hepnaðist að flýja inn í landið, en var siðar
tekinn þar til fanga af höfðingja nokkrum. En
Aguilar ávann sjer brátt traust hans og virðingu,
svo að höfðinginn Ijet sjer svo ant um framttð
hans, að hann vildi láta hann staðfesta þar ráð
sitt og fá sjer konu. Eftir að Aguilar lærði
mállýsku landsmanna, þótti höfðingjanum svo
mikið til hans koma, að hann hafði Aguilar
jafnan í ráðum með sjer, ef um eitthvert vanda-
samt viðfangsefni var að ræða, enda mun Spán-
verjinn hafa kunnað margt betur til verka en
frumbyggjar þar 1 landi.
Á líkan hátt má ætla, að Björn hafi borið
þar vestra að landi og kynst landsmönnum, en
komist sjálfur og jafnvel menn hans í friðsam-
leg kynni við þá, en er þeir höfðu lært mál
þeirra, hafi Björn kent þeim akuryrkju og annað
gagulegt, sem hann hafði lært heima á Islandi