Óðinn - 01.01.1934, Síða 22

Óðinn - 01.01.1934, Síða 22
22 ÓÐINN og er þar einnig mjög fagurt, sjerstakleg á sól- björtum langdegismorgnum og enda allan lið- langan daginn, í góðu veðri. Efsta undirstaða alls jarðvegs um mestalla sveitina er hraun, meir eða minna brunnið, ýmist blásið og bert eða gróandi; braun undirsönd- um og aftur hraun undir þynnri eða þykkari jarðvegi mjög mishæðóttra heiða og renui- sljettra valla; en sjálfur jarðvegur- inn er mold, aska og sandur á víxl í mismunandi þykkum ogþunn- um lögum, og all- víða í hrærigraut saman. Ber hjer alt vitni um nána nálægð Heklu, og aðfarir og afrek hennar á umliðnum öldum. Er jarðvegur þessi, sem vænta má, mjög þur, þjettur og fastur fyrir víðast hvar; grasrót öll grunnstæð og veik fyrir í hörku veðrum, og nær hvergi nýtilegur torfvöllur. Á þurka vorum og sumrum gengur því vanalegur húsdýraáburð- ur mjög illa niður i jörðina, en skrælnar og verður að rakast af. Verður þá venjulega gras- lítið og harðslægt í meira lagi, svo að sjerstakt lag og þol þarf til að »ná af strái«, eða slá vel. En gott er þá grasið sem næst, og ágæt heyin, sem fást, ef vel hirðist, og jafnast þá á við mun meira annars konar hey. Annars er það merki- legt, hve þessi jarðvegur virðist þó vera frjór, ef nokkur skilyrði eru fyrir hendi, nýtinn og nægjusamur með litið; því að þótt vor og sum- ur verði yfirleitt þurkasöm, en aðeins áfall eða náttfall gefist með jafni, þá verður vanalega viðunanleg spretta, en í vætutíð bregst varla gras. En sjerstaklega sjest þetta á söndunum hjer. Fái þeir aðeins frið fyrir ágangi veðra og fjenaðar, ber fljótt á gróðrinum, svo mjög skiftir þar einatt um á mjög skömmum tima, enda bera sandvarnir og sandgræðsla hjer tiltölulega mjög fljótan og góðan árangur i bærilegri tíð. En áður fyr hefur sveit þessi og framleitt mjög mikið af stærri góðri á stórum svæðum, þ. e. birkiskógi. Stærsta og kunnasta skógarsvæðið er Merkurhraun, sem er flæmi stórt, og nær frá Þjórsá sunnan Búrfells suður undir Galtalæk og Leirubakka, og suðveslur að Mörk, sem er eilt af sandeyddum stórbýlum sveitarinnar og undir vesturbrún þessa hraunfláka. Hefur alt þetta hraun, fram á siðuslu öld, verið skógi vaxið að mestu. Eru enn ýmsir á lifi, sem vel muna þar mikinn skóg viðsvegar, og hafa sjálfir verið með í skógarsókn þangað til kola- gerðar, eldiviðar og áreflis útihúsa, enda er hann ekki enn aleyddur og verður vonandi aldrei. Því enn eru þarna, norðaustast, laglegar leifar skógarins, þár sem heitir að »Merkihvoli«, og hefur þar verið áður eitt gæðabýlið, en nú lengi stórskemt af sandi og óbyggilegt. Er núverandi nafn að líkindum rangnefni í stað Merkur- eða Markarhvoll. Að öðru leyti er alt þetta mikla hraun nú skóglaust og mjög blásið og bert við- ast, en þó eru i því ýmsir eldri eða yngri gras- blettir og sumstaðar örfoka og byrjandi gróður. Og enn er til einn fallegur skógarreitur í sveit- inni, líklcga gamall armur út frá Merkurhrauns- skógi. Sá reitur er í Skarfanes landi^ norður við Þjórsá, gegnt Skriðufelli og Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi norðan árinnar, og heitir Lamb- hagi. Báðir þessir skógarblettir, Merkihvols og Skarfaness, eru nú, á seinni árum, varðir og undir eftirliti, og hafa blómgast og breiðst út síðan svo var. Ef segja skyldi um, hvort meira sje í sveit- inni um grónar eða grösugar lendur eða um blásin hraun og bera sanda, þá verður því ekki með vissu svarað, enda ókunnugt um, að nokk- ur mæling sje til á þvi. Ef horft er ofan af Skarðsfjalli yfir sveitina, þá sýnast eyðurnar ó- neitanlega vera meiri, stærri um sig, allar sam- an, en gróðurreitirnir; en allur vestur- og suð- urhlutinn er heilt og óslitið graslendi, svo að ætla má, að nærri láti um helming af hvoru, alt yfir. En aðgætandi er, að þótt hraunin hjer sjeu grá og ber yfir að líta úr fjarlægð, þá er samt í þeim mörg og góð »matarholan«, ýmist gömul eða ný. Og víst eru »Óasarnir«, gróður- reitirnir, flestir bæði fagrir og viðunanlegir jafnt að gervi og gæðum til. En sjer í lagi er sveitin fögur um og yfir að líta, er komið er að henni og inn í hana sunn- an og vestan, um svo nefndan »Fjallabaksveg«. Óla/ur Jónsson í Aastvaðsholti.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.