Óðinn - 01.01.1934, Page 32

Óðinn - 01.01.1934, Page 32
32 ÓÐINN líka langflestir flnna og viðurkenna þakklátlega, þegar þeir líta yfir farinn rúmra hundrað ára feril, og þá eigi síst þeir, er flestar og stærstar þrautirnar hafa gengið yfir, og meslan þáttinn hafa tekið í flestri baráttunni undanförnu á nefndu tímabili. — Skal svo eigi frekar þannig rætt, en segja enn nokkru gjör um almennar búskapar-athafnir þessara manna. Um búnaðarháttu, búskaparlag og aðrar menningar-athafnir, að fornu og nýju, í þessari sveit, má eflaust segja, að jafnan hafi þetta verið líkt og í flestum öðrum sveitahreppum á landi hjer. Tún og engi á flestum bæjunum hafa verið, og eru mjög sljettlend eða greiðfær, svo að minna þurfti og þarf að sljetta. En þau eru aftur á móti viðast mjög harðlend og snögglend svo sem fyr segir, sjer í lagi í kaldri og þurviðra- samri tíð, að vori og sumri, og þurfa þvt sjer- staks áburðar. Eru nú líka komnar forir og haughús á langflestum bæjum, og hafa lengi verið á sumum; auk þess nota, nú orðið, margir útlendan áburð með góðum árangri. All-margir, jafnvel meiri hluti búenda, hafa og aukið stærð túna sinna, sumir slórum, fyrst með plóg og síðast með »traktor«-s!jettum, út frá þeim, og til þess hefur nú hreppsfjelagið, fyrir nokkru, eignast dráttarvjel. Er þetta golt, ef ekki er óðar að verið en áburður vinst til. Á hverju býli eru nú tún tryggilega varin með vír eða görðum, eða hvorutveggja, og víðast hvar útengi einnig. Er því allur heyfengur bæði auðveldari og meiri en áður var, í skaplegu árferði, og ekki nærri eins mannfrekur, enda er nú líka ein breytingin sú, hjer sem víðar, að heimafólkinu fækkar. Sú mikla og góða breyting hefur og hjer á orðið um hugsunarhátt og ráðlag almennings, að nú lengi hefur yfir höfuð enginn fjenaður fallið vegna fóðurleysis eða húsaleysis, eins og einatt áður kom fyrir, hjer sem víðar, og telja má víst, að þetta komi því siður fyrir sem lengur liður. Því að mörg hörð undanfarin reynsla hefur orðið öllum hjer að ógleymanlegri kenningu í þessu efni, ekki síst »Fellirinn mikli«, sem hver eldri kynslóð hjer hlýtur mjög lengi að lýsa fyrir hinni yngri, svo að enginn áræðir nú framar, að setja eingöngu eða mestmegnis á ótrygga vetrarbeit, enda þótt útbeitarland sje hjer víðast dágott á auðri jörð. Allir keppast því við að hafa nægan heyjaforðan, eða ekki fleiri fjenað en fóður er til fyrir; og langflestir hafa nú líka í mörg ár átt hjer meiri og minni heyfyrningar, sumir stórmiklar, eftir hvern vetur, eins og fyr er sýnt. Fráfærur hafa, hjer sem víðast annarstaðar, tíðkast frá fornu fari og fram til skamms tíma, og þá »haft í kvíum«. Reyndu þá flestir að hafa sem flestar ærnar, en færri kýrnar; því að 40 ær mátti vel fóðra á einu kýrfóðri. Dró þetta heimilin drjúgt. En nú er þessu, því miður, hætt, meðal annars vegna fólkseklu og fleiri vafa- samra breytinga. En aldrei hafa þó Landmenn alment lagt niður »sauðaeign«, og eiga fleslir þeirra enn eitthvað af þeim, og margir mjög laglegan hóp. Sauðirnir eru hjer Ijeltir á fóðri á bærilegum vetri, og drjúgir til frálags; en áseltir dilkar fóðrast síst betur en fjalllömb, og þá ekki heldur dilkær betur en kvíaær. En síðan fráfærum var hætt, hefur nú kúm viðast fjölgað nokkuð, og eru af þeim einu mjólkur-afurðir bændanna nú. Með fráfærunum fjell og niður rjómabú þeirra. Verið hefur nú lengi, og er enn, með Land- mönnum, flestur sá fjelagsskapur, sem tíðkast hefur í öðrum sveitahjeruðum, nær og fjær, bjer- lendis. Þeir hafa með sjer margskonar verslunar- Ijelagsskap: samsölu- og samkaupafjelagsskap, pöntunarljelagsskap og kaupfjelagsskap, sem ýmislega hefur gefist, en eru nú um stund eins og »á milli gangna« í þeim efnum. Feir hata og all-lengi haft og hafa enn með sjer búnaðar- fjelagsskap í ýmsum greinum, sem yfirleitt hefur orðið til gagns og góða, og lestrarfjelagi hafa þeir haldið uppi síðan fyrir síðustu aldamót, og kostað til þess jafnaðarlegast úr hreppssjóði, auk persónulegra tillaga lesenda. Á það nú all- stórt bókasafn og góðan geymslustað í turni nýrrar kirkju í Skarði. Ungmenna-fjelagsskapur hefur ennfremur verið og er hjer, síðan nokkru eftir síðustu aldamólin, og gert hjer ýmislegt gott og fallegt, þar á meðal stofnað vænlegan »hjálparsjóð«. Með þeim fyrstu munu þeir líka vera, þeirra sveitamanna, sem samið hafa, sam- þykt og starfrækl barna- og unglingafræðslu- samþykt hjá sjer, þegar áður en almennum fræðslulögum og fræðslu-fyrirkomulagi var á komið fyrir land alt, og vildi þá svo til, að hið lögskipaða fræðslu-fyrirkomulag líktist að mörgu þessari samþykt þeirra. Algengur hefur og verið sögulestur á kvöldvökum frá fornu fari og til þessa. — Löngum hefur og kirkju- og safnaðarfjelags-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.