Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1934, Blaðsíða 36
36 ÓÐIN N Yfirlit yfir búnaðarástand og liklega efnalega afkomu í Landhreppi frá 1822—1930 o. fl. Ár Tala bænda Aðrir gjalde. É s Lausafje hndr. Útsvar Ómagar 1822 .... 46 2 500? 400? Fiskar 29? 1830 .... 53 ? 500? 599 3080 15? 1840 .... ? ? 535 448'/. 3188'/. 18? 1850 .... ? ? 550 544'/. 1460? ? 1860 .... 55 13 550 274'/. 4049 19 1870 .... 47 5 5381/* 270'/. 11877 38 1880 .... 47 12 597>/2 431 5846 29 1881 . . , . 48 12 597>/2 370'/. 76381 39 1882 .... 39 )) 487'/. 92 8525 43 1883 .... 38 3 495'/. 102 6996'/. 46 1890 .... 40 35 423 307'/. 7229'/. 33 1896 .... 39 28 427 498 Krónur 1376,00 18 1900 .... 38 25 442 371,60 2016,00 21 1910 .... 38 26 442 533 1888,50 20? 1919 .... 36 42 442 528'/. 3250,00 7? 1920 .... 35 47 442 504 3422,00 5075,00 6 1930 .... 37 75 442 560? 8 Ath. Par setn eyða er eða spurningarmerki, er heim- ildin annað hvort svo skemd eða ógreinileg, að eigi verður með vissu sjeð eða sagt. Eydd býli siðan 1822: Merkihvol), Skógarkot, Ósgröf, Yrjur, Eskiholt, Mörk, Stóri-Klofi, Litii-KIofi, Borg, Tjörfastaðir, Árbær, Gata, Hátún, Litla-Skarð, Stampur, alls 15 býli, er eyðst hafa að meira eða minna leyti og orðið óbyggileg, sem sjerstök býli, vegna sandskemda, en óeyddar grasnytjar þeirra notaðar af nágranna- búendum, er líka hafa orðið fyrir meiri eða minni sandágangi. samur, hversdagslega hæglátur í fasi og máli, en þungur á báru í andróðri. Viðkvæmni á hann mikla til fyrir bágindum og böli annara og umbótavilja inni fyrir, þótt fátt um tali, og lætur varla bágstaddan og hrygg- an engu bættan við sig skilja. — Fátæktina, sem hann þekkir og man, eins og hver annar, og meir en margur annar, hefur hann einnig ein- Iæga löngun til að ljetta hjá öðrum, og hefur oft gert sitt til þess, á ýmsan hátt; en helst hefur hann þó viljað og reynt, með ráðum og dáð, að hjálpa þannig, að viðkomanda gerðist unt að hjálpast sjálfur, eða komast hjá, að verða upp á aðra kominn, meðan heilsa og kraftar endast. Hefur yfirleitt alt hans starf í opinberu og einka- lífi hans haft þennan tilgang, og hugurinn og við- leitnin jafnaðarlegast verið sú, að koma sams- konar hugarfari inn hjá öðrum, bæði auðugum og snauðum, án þess þó að vilja innræta nokkr- um smásálarlegan og vesalmannlegan nurlara- hátt eða nápínuskap. Sá, sem þetla segir, þekkir Eyjólf töluvert vel, líklega betur en margur annar, og er einn af þeim, sem Eyjólfur hefur, umeittskeið, hjálpað til sjálfshjálpar, ekki með efnalegum gjöfum, heldur með velvildarfullri einlægni, hentugri til- högun og hollum ráðum, og munu ýmsir fleiri hafa frá svipuðu að segja. AU-mikið hefur verið sagt um ráðríki Eyjólfs. En »þeir segja mest af ólafi kongi, sem hvorki hafa sjeð hann nje heyrt«. — Það er satt, að Eyjólfur hefur haldið fast á flestum sinum málum, en vanalegast gert það með þeim rökum, sem sannfærandi voru, og þess vegna komið þeim svo mörgum fram. Vænta má nú, að ýmsum kunni að þykja ýmist meir en nóg mælt um Eyjólf eða þá minna en nóg, þar sem aðeins kosta hans er getið, en galla að engu. Því að væntanlega sje hann ekki gallalaus fremur en aðrir. Þar til er því að svara, að hjer er enginn lastaður, og að það voru aðallega hinir mörgu kostir þessa manns, sem hafa haft og hafa enn mesta og besta þýðingu til þrifa og sæmdar Landsveitar um síðastliðin 50 ár, samkvæmt framansagðri sögu, eins og líka samskonar kostir margra annara sveitunga hans, og þar á meðal þeir kostir þeirra, að kunna að meta kosti Eyj- ólfs og nota yfirburða hæfileika hans til forustu og framkvæmda um velferðarmál þeirra allra, enda er hjer ekkert vísvitandi eða viljandi of- sagt, en alt með þeirri sannfæringu, að satt sje, og að, að minsta kosti, langflestir sveilungar og samverkamenn oddvitans gamla, muni telja hann maklegan þeirra ummæla, sem hjer eru um hann höfð, svo að síst sje um of. Skal það svo síðast sagt, eins og er, að sögu- ágrip það, sem hjer að framan er skrifað um málefni og menn Landsveitar, svo ófullkomið sem það þó er, er saman tekið aðallega til minningar um 50 ára oddvita-afmæli hins 76 ára gamla manns, Eyjólfs í Hvammi, á kom- anda vori, og til þakklátrar viðurkenningar á heillaríkum árangri af hans langa og mikla starfi fyrir sveil sína, jafnt út á við sem inn á við. Væntir og sá, er þetta ritar, að langflestir Land- menn undirriti þessa viðurkenningu í verki nú í vor með því, einu sinni enn, að endurkjósa Eyjólf í hreppsnefnd sfna, og er þá víst, að hreppsnefndin mun ekki láta á sjer standa um

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.