Óðinn - 01.01.1934, Side 40

Óðinn - 01.01.1934, Side 40
40 ÓÐINN Sveinn P. Scheving fyrv. Iögregluþjónn. Þegar menn hafa lifað Ianga og starfsama æfi, á vel við að ryfjaðar sjeu upp liðnar stundir, getið unninna afreka og þakkað fyrir vel unnin störf. Þetta hefur lengi verið venja hjer á landi og fer vel á því. Jeg vildi með nokkrum orðum minnast á mann, sem á langa og starfsama æfi að baki sjer, en stendur þó enn óbeygður af bylj- um mannlegs lífs. Þessi maður er Sveinn P. Schev- ing fyrverandi lög- regluþjónn. Sveinn er fæddur að Görð- um í Reynistaða- hverfi i Mýrdal 8. mars árið 1862. Hann er af góðu bergi brotinn, og voru foreldrar hans Páll Vigfússon Scheving bóndi að Görðum og kona hans Sigríður Sigurðardóttir bónda i Sól- heimahjálegu, Eyjólfssonar og Hallberu Sveins- dóttur Alexanderssonar frá Skál á Síðu. Páll var sonur Vigfússonar bónda í Görðum og Helluin í Reynishverfi, Vigfússonar Scheving Jónssonar bónda að Hellum og Hofi á Kjal- arnesi, Vigfússonar klausturhaldara á Reyni- stað (d. 1752). Kona Jóns Vigfússonar klaust- urhaldara var Þórunn Hannesdóttir Lárus- sonar Scheving sýslumanns í Eyjafjarðar- sýslu, en móðir hennar var Jórunn dóttir Steins biskups Jónssonar á Hólum. Þórunn giftist síð- ar sjera Jóni Steingrímssyni á Prestbakka, eins og kunnugt er. Faðir Hannesar var Lárus Hans- son Scheving sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, en móðir hans var Þórunn dóttir Þorleifs lög- manns Kortssonar. Hans Scheving var soren- skrifari í Björgvin í Noregi og andaðist 1701, en faðir hans var Lárus Scheving prófastur í Skevinge á Sjálandi, og er ættarnafnið þaðan runnið. Páll faðir Sveins stundaði formensku úr Reynishöfn, og hlektist honum þar á i lend- ingu og druknaði þar ásamt fleiri skipverjum sinum, 9. apríl 1866. Er Páll ljezt, voru börn þeirra hjóna 6 og flest í ómegð, og átti ekkjan því erfitt framdráttar. Bjó hún áfram að Görð- um, en giftist að nýju nokkrum árum síðar Hallgrími Eiríkssyni. Með honum álti hún 6 börn. Sveinn ólst upp hjá móður sinni og stjúp- föður til 14 ára aldurs, en eftir það var hann á ýmsum stöðum og vann fyrir sjer með smala- mensku, meðan hann var enn óharðnaður, en síðan með sjómensku um vetrarvertíðir og að sumrinu við ýmsa vinnu. Árið 1885 fór hann vinnumaður að Iílöpp á á Miðnesi og fjekk 60 krónur fyrir árið. Áður hafði hann stundað sjóróðra víða um Suðurnes. Árið 1886 fór Sveinn vinnumaður að Dalseli undir Eyjafjöllum og var þar í 9 ár, en þó hin tvö síðustu árin Iausamaður að mestu. Meðan hann var í Dalseli reri hann 4 vertíðir í Vest- mannaeyjum, með Hannesi Jónssyni hafnsögu- manni, á Gideon. Árið 1895 kvæntist hann Kristó- línu Bergsteinsdóttur, Einarssonar bónda að Fitjarmýri. Árið eftir flutti hann búferlum til Vestmannaeyja, og hafa þau síðan átt þar heima. Festi hann þegar kaup á Dalbænum og bjó hann þar þangað til árið 1901, að hann fjekk byggingu fyrir Steinstöðum fyrir ofan Hraun. Var þá sú jörð búin að vera i eyði um langt skeið. Hýsti hann þar vel, og bjó þar til ársins 1919, að hann fluttist niður á Sand og keypti húseignina Hjalla, og þar býr hann enn. Á vetrarvertíðum stundaði hann altaf sjómensku og reri 11 vertíðar, eftir að hann flutti til Eyja, með Hannesi Jónssyni á Gideon og Halkion. Þegar vjelbátarnir komu, stundaði hann sjó- mensku á þeim. Frá því árið 1907 var hann vjelstjóri á vjelbátnum Haffrú um 5 ára skeið, en sá bátur var með fyrstu vjelbátum, sem komu til Eyja. Sjómensku lagði hann niður þegar hann stóð á fimtugu. Sveinn hefur alla sína tíð verið mikill áhugamaður um opber mál, og gegnt mjög mörgum trúnaðarstörfum í þágu almennings. T. d. hefur hann átt sæti í sóknarnefnd frá 1898 til þessa dags, að einu ári undanskildu (1903), auk þess sem hann hef- ur verið meðhjálpari um fjölda mörg ár og fjár- haldsmaður Landakirkju frá 1909 til þessa dags, í hreppsnefnd átti hann sæti frá 1901—1918 Sveinn P. Scheving.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.