Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 6
8
hvar í sauðfje, en yfirleitt var þó lítið úr þeim gjört og
ein sýslunefnd ljet eindregið í ljós að kláði þar í sýsl-
unni væri ekki sóttnæmur". — Menn álitu „almennt að
þetta væri ekki sunnlenski kláðinn", sem talinn var ó-
læknandi, heldur meinlítill „óþrifakláði", og ástæðulaust
væri að gjöra sjerstakar yfirvaldsráðstafanir gegn honum.
Af þessari skoðun var mótspyrna sú aðallega sprottin, er
síðar kom fram gegn ráðstöfunum amtmanns.
1895 skipaði amtmaður í samráði við aintsráðið í Norður-
amtinu almenna skoðun á fje, og einangrun og lækning
á sjúku fje, og þar með var hafin barátta sú fyrir útrým-
ingu fjárkláðans, sem hann hvíldarlaust háði um næstu
níu ár, uns stefna hans sigraði loks algjörlega á þinginu
1903, og hann hafði útvegað þann mann til að standa
fyrir útrýmingu kláðans, er hann vissi bestan og reynd-
astan í því efni. Takist það nú, sem vonandi er, að út-
rýma kláðanum, er það Páli Briem að þakka öllum öðr-
um framar.
Annað það mál, sem P. Br. beitti sjer fyrir á þessum
árum, var stofnun Búnaðarfjelags fyrir land allt. — Bún-
aðarfjelag Suðuramtsins hafði boðið amtsráðunum 1894
að stofna slíkt fjelag í sambandi við sig, en amtsráðin
höfnuðu því. Veturinn 1896 — 97 samdi P. Br. frumvarp
til laga fyrir landsbúnaðarfjelag og sendi stjórn Búnaðar-
fjelags Suðuramtsins. Var þá málið aftur tekið til yfirveg-
unar og á fundi fjelagsins 5. júlí 1897, „þar sem mættir
voru kjörnir menn úr öllum amtsráðunum". Var stjórn-
inni, ásamt fulltrúum amtsráðanna, falið að semja frum-
varp til laga fyrir hið væntanlega fjelag og var það í
öllum aðalatriðum samhljóða frumvarpi P. Br. — Á Amts-
ráðsfundunum norðan og austan vorið 1898 bar amt-
maður fram tillögur um kosti þá, er amtsráðin ætti að
setja Búnaðarfjelaginu og hafði skrifast á um þá við
stjórn fjelagsins. Voru tillögur þessar samþykktar, full-
trúar kosnir árið eptir, til þess að semja til fullnustu um
stofnun fjelagsins og sitja hið fyrsta búnaðarþing svo
framarlega að fjelagið kæmist á. Að öðrum kosti var