Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 14
i6
Ræktunarfjelagið hefur látið þá fjelagsmenn, sem þess hafa
óskað, fá tilbúin áburðarefni til tilrauna ókeypis, og gefið
þeim leiðbeiningar um, á hvern hátt ætti að haga tilraun-
unum, en þeir hafa aftur á móti skuldbundið sig til að girða
tilraunasvæðið, og gefa síðar skýrslur um árangurinn.
Alls hefur ræktunarfjelagið látið af hendi áburð til tilrauna
í 5 sýslur:
Húnavatnssýslu til 6 tilrauna.
Skagafjarðarsýslu - 10 —;
T- ¦ r- « > , c \ 11 hiá bændum.
Eyjafjarðarsyslu - 16 — ) 5 i aðaistöð.
Þingeyjarsýslu - 19 —
Norðurmúlasýslu - I —
Samtals ... 52 tilraunir.
Um 38 hefur fjelagið fengið skýrslur. Hinar tilraun-
irnar hafa annað tveggja eigi verið framkvæmdar eða að van-
rækt hefur verið að senda skýrslur um árangurinn. Af skýrslum
þeim, sem fjelaginu hafa borist eru þær prentaðar, sem einna
mest virðist vera á að græða, hinum þar, sem árangurinn
virðist vera nokkuð óljós, er sleppt að þessu sinni. Væntan-
lega munu endurteknar tilraunir gefa þar ljósari árangur.
I eftirfarandi skýrslum er árangurinn af tilraununum reiknaður
út á vallardagsláttu. I fyrsta dálki sjest, hve mikið hefir
verið borið á. I öðrum dálki hey (þurt) eða jarðepli af dag-
sláttu. I þriðja, hve áburðurinn hefur mikið aukið uppsker-
una, miðað við það, þegar ékkert er borið á. Heyaukningin
er síðan reiknuð til verðs þannig:
Hafrahey þurt pundið á 1V2 eyri.
Taða þur — -2 aura.
Úthey (grundahey) þurt — - 1 '/2 eyri.
Jarðepli — - 3 '/2 —
I fjórða dálki er reiknað út verð áburðarins þannig:
100 pd. Kali 37 °/o á 7.00 kr.
100 — Superfosfat 18% - 4.00 —