Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 63
67
Brjefaviðskipti. Þau hafa verið allmikil. í öðrum löndum
hefur verið leitast fyrir til að afla sjer ýmsra upplýsinga
viðvíkjandi viðskiptum fjelagsins, t. d. kaupum á verkfærum,
fræi og áburði. Þessu viðvíkjandi hafa fjelaginu borist 120
brjef (50 frá Danmörku, 70 frá öðrum Iöndum). Fjelags-
menn leita stöðugt ýmsra upplýsinga hjá fjelaginu. Þannig
hafa því borist 250 brjef, sem öllum hefur verið svarað.
Auk þess fjöldi »privat<brjefa, sem að nokkru leyti snerta
Ræktunarfjelagið.
Æskilegt væri að fjelagsmenn gjörðu sjer að reglu,
þegar þeir leita einhverra upplýsinga hjá fjelaginu, að
skrifa það á sjerstök blöð, en hrúga eigi saman pöntun-
um, fyrirspurnum og persónulegum málefnum. Með þessu
móti er hægra að koma reglu á brjefasafn fjelagsins og
minni hætta á að einstök atriði gleymist.
Samband við erlendar tilraunastöðvar. I öðrum löndum eru
menn víðast hvar lengra á veg komnir, en hér á landi,
í öllu því, sem að jarðrækt lýtur. Þetta eiga menn aðal-
lega að þakka tilraunastöðvum, sem starfað hafa lengri
eða skemmri tíma. Margar þeirra tilrauna sem búið er að
gjöra á erlendum tilraunastöðvum, einkum þar sem Iopts-
Iag og jarðvegur eru Iík og á íslandi, geta haft beina eða
óbeina þýðingu fyrir ísland. Þetta atriði vill því Ræktun-
arfjelagið reyna að tæra sjer í nyt, með því að komast
í samband og samvinnu við ýmsar tilraunastöðvar, fá það-
an upplýsingar um hverjar tilraunir gjörðar sjeu og um
árangur þeirra. Sömuleiðis að útvega fræ og útsæði af
þeim tegundum eða afbrigðum, sem mestar líkur eru til
að geti þrifist hjer á landi. Þannig löguð samvinna er
byrjuð á milli fjelagsins og tilraunastöðvanna við Lulea
i Norðurbotnum í Svíþjóð, Landbrugs-Akademiens experi-
mentalfelt í Stockhólmi, tilraunastöðvarinnar við landbún-
aðarháskólann í Ási í Noregi og Svalöf í Svíþjóð.