Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 89
93
3. Að fjelagið útvegi meðlimum sínum gott fræ og útsæði,
góð jarðyrkjuverkfæri og tilbúin áburðarefni, ef reynslan
sýnir að svarað geti kostnaði að nota þau hjer á landi,
og ennfremur trjáplöntur til gróðursetninga fyrir lítið verð.
4. Að fjelagið gefi hverjum sem óskar þess allar upplýsingar,
sem að jarðrækt lúta, vill það því ætíð reyna að hafa í
sinni þjónustu menn, sem færir eru um að gefa þessar
upplýsingar. Einnig vill það láta menn ferðast um og
halda fyrirlestra um jarðrækt, til að vekja áhuga manna
og þekkingu í því efni.
5. Að koma á fót verklegri kennslu í garðrækt, plægingum,
grasfræsáningu og gróðursetningu trjáa á einum stað í
hverri sýslu á Norðurlandi.
4. grein.
Sjái fjelagið sjer fært að hafa verksvið sitt víðtækara, en
ákveðið er í 3JU gr., getur aðalfundur tekið ákvörðun um það.
n. Stjórn og- fyrirkomulag:.
5 grein.
Fjeiagi er hver sá, sem greiðir 2 krónur árlega í fjelags-
sjóð, eða 50 krónur í eitt skipti fyrir 511. Búnaðarfjelög, sem
greiða 10 krónur árlega, verða og taldir fjelagar.
6. grein.
Fjelagsmenn skiptast í deildir, er aðallega sjeu bundnar
við hreppa eða kaupstaði. Þó geta fleiri hreppar sameinast
í eina deild, ef hreppsbúum kemur saman um og stjórn
Ræktunarfjelagsins samþykkir það. I hverri deild skulu vera
minnst 20 fjelagsmenn eða 15 fjelagsmenn og 1 Búnaðar-
fjelag. Hver deild skal hafa eitthvert ætlunarverk, er sje í
samræmi við störf og stefnumið aðalfjelagsins. Einnig skulu
deildirnar takast á hendur störf hreppsbúnaðarfjelaganna, þar
sem búnaðarfjelagsmenn óska þess, og koma þær þá algjör-
lega í þeirra stað. Deildirnar eru háðar lögum fjelagsins, en
að því er snertir stjórn þeirra og störl sjerstaklega, skulu