Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 71
75
Uppíaka. Nokkru áður en tekið er upp er gott að hreykja
moldinni upp að rófunum. Þær verða þá bragð betri.
Þegar rófurnar eru teknar upp, þarf að gjöra það var-
lega, og ef þær sitja fastar í moldinni, þarf að losa þær
upp með stungukvísl. Hafi moldinni eigi verið hreykt að
rófunum, er best um leið og þær eru teknar upp, að
bera þær saman í dríli. Dríli þessi eru þannig gjörð, að
rófunum er raðað í hring ca. 3 fet að þvermáli. Ræturn-
ar eru látnar snúa inn í hringinn, en blöðin út. Þannig
er rófunum raðað hverri ofan á aðra. Drílið verður keilu-
myndað. Pannig eru rófurnar látnar liggja 1—2 vikur.
Það er sagt að rófurnar verði þá bragð betri, og þoli
betur geymsluna. Á hvaða tíma þarf að taka upp, er
undir tíðarfari komið. Því þarf að vera lokið áður en
snjóar og frost koma.
Efnasamsetning. Gulrófurnar geta verið nokkuð breyti-
Iegar, og fer það eptir loptslagi, jarðvegi, þroskastigi og
hver afbrigði ræktuð eru. Því miður höfum vjer enga
innlenda reynslu þessu viðvíkjandi, en eptir dönskum
rannsóknum, er efnasamsetning gulrófnanna talin að vera
að meðaltali í °/o.
Rætur Blöð
Vatn.......87.5 °/o 87.o »/o
Eggjahvítuefni. 1.5 % 2.7 %
Fita..... 0.2 % 0.4 °/o
Sykurefni . . . . 8.2 0/o 6.8 o/o
Cellulose . . . . 1.3 o/„ 1.4 0/0
Steinefni . . . . 0.9 o/o 7.7 o/o
Þess skal getið, að þess stærri sem rófurnar eru, er á-
litið að hlutfallslega minna af næringarefnum sje í þeim.
Ef gulrófur vega yfir 2 pd., fer næringargildi þeirra að
minnka.
Oeymsla. Rófurnar má geyma á ýmsan hátt. Á hvern
hátt sem henni er hagað, er fyrst og fremst að athuga,
að eigi verði of heití á rófunum á geymslustaðnum. Hit-
inn á helst að vera við 0 °. Sje hann meiri, getur það
orðið orsök þess að rófurnar fara að skjóta frjóöngum,