Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 96
100
Flutt . . . Kr. 10300.00
11. Prentun á ársskýrslu fjelagsins o. fl. . . — 400.00
12. Til að safna fræi af íslenskum fóðurjurtum — 400.00
13. — óvissra útgjalda........... — 500.00
Alls . . . Kr. 11600.00
13. Meðan stóð á umræðum um fjárhagsáætlunina, gjörði
Vilhjálmur Einarsson fyrirspurn um það, hvort eigi mundi vera
rjett að veita einstökum mönnum styrk til þess að koma upp
aukatilraunastöðvum, ef þeir vildu leggja fram hæfilegan kostn-
að til þess, þar sem svo stæði á að sveitamenn vildu ekki
leggja fram kostnaðinn. Um þetta urðu allmiklar umræður og
tóku þátt í þeim auk forseta Árni Þorkellsson, Ólafur Briem,
Sigurjón Daníelsson, Stefán Eiríksson bóndi á Refsstöðum,
Stefán kennari Stefánsson og Vilhjálmur Einarsson.
Fundi frestað um stund, en hófst aptur kl. 11 f. h.
14. Sigurjón bóndi Friðjónsson hjelt fyrirlestur um búnað
í Suður-Þingeyjarsýslu og urðu eptir hann nokkrar umræður.
15. Tóvjelastjóri Aðalsteinn Halldórsson hjelt fyrirlestur
um stefnu og markmið Ræktunarfjelagsins.
16. Forseti leitaði fyrir hönd stjórnar fjelagsins álits fund-
arins um það, hvort rjettara mundi vera að ráða 2 menn til
þess að ferðast um til að veita fjelagsmönnum leiðbeiningar og
verja til þess 6—700 kr., eða ráða að eins 1 mann til þessa
og verja til þess 4 — 500 kr. Um þetta urðu nokkrar umræður.
Ákveðið var að verja til ferða til leiðbeiningar að eins
4—500 kr. með 11 atkvæðum gegn 1.
17. Forseti bar fram þá tillögu stjórnarinnar, að ákveðið
yrði að halda næsta aðalfund Ræktunarfjelagsins að ári á
Akureyri og var það samþykkt í einu hljóði.
18. Til að endurskoða reikninga Ræktunarfjelagsins þetta
ár voru kosnir bóksali Friðbjörn Steinsson á Akureyri, hrepp-
stjóri Stefán Stefánsson í Fagraskógi.
19. í stjórn fjelagsins var kosinn í stað amtmanns Páls
Briems, er í haust flytur til Reykjavíkur, tóvjelastjóri Aðal-
steinn Halldórsson.
Á fundinum voru ymsir fjelagsmenn og að jafnaði áheyr-
endur svo sem húsrúm leyfði.
Eptir að fundarbók hafði verið lesin upp og samþykkt,
þakkaði Þórður kaupmaður Gunnarsson fyrir hönd fulltrúanna
og Stefán kennari Stefánsson fyrir hönd stjórnarinnar amtm.
Páli Briem fyrir störf hans í þarfir fjelagsins og landbúnaðarins
og tóku fundarmenn undir það í einu hljóði.