Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 66
7o
hann er eigi of þur, eða fátækur af næringarefnum. í
hálfrotnuðum eða rotnuðum mýrajarðvegi vaxa þær vel.
Best er að rófnagarðar sjeu í skjóli fyrir norðan næð-
ingum og hallinn eigi meiri en 1 :60.
Áburður. Gulrófur þurfa mikla næringu og er því nauð-
synlegt að vel sé borið í þá garða, sem á að rækta þær
í, til þess að gnægð sje af næringarefnum í jarðveginum.
Gömul mykja er góður áburður í gulrómagarð. Ef nýr
áburður er notaður, er best að bera hann í garðana á
haustin. Nýjan áburð ætti aldrei að bera í gulrófnagarða
að vorinu, því það getur komið því til leiðar, að rófurn-
ar hlauþi í njóla og trjeni. Afrak af túnum er góður á-
burður. Einnig má nota ösku, ef garðurinn er raklendur
eða í mýrajarðveg. Við sjó má nota þara, en með hon-
um þarf að bera á tilbúið áburðarefni, sem nefnt er
Suþerfosfat. í garð sem er 100 ? faðm. að stærð, þarf
að bera 20 — 40 hesta af þara og 35 pd. af Superfosfat með
20 °/o af Fosforsýru.
Annars má nota tilbúin áburðarefni, eingöngu, í rófna-
garða. Pá fást bestar rófur, en tæplega eins mikil upp-
skera og af húsdýraáburði. Tilraunir í Svíþjóð hafa sann-
að, að með því að nota bæði húsdýraáburð og tilbúin
áburðarefni, saman, fæst mest uppskera, en rófurnar verða
vart eins góðar. Sjeu tilbúin áburðarefni notuð eingöngu,
fer það nokkuð eptir jarðveginum, hver efnin best er að
nota, og er hægast að komast að raun um það, með til-
raunum. Sje eigi búið að gjöra tilraunir, sem hægt er að
byggja á, þá hefur reynst vel að bera á 100 [J faðma
35 pd. Superfosf. 18 °/o.
60 pd. Kamit 12 °/o.
12 pd. brennisteinssúrt Ammoniak.
6 pd. Chilesaltpjetur.
Áburðarefni þessi kosta 5.64 kr. og ef vel sprettur
í garðinum fást rúm 2000 pd. af gulrófum. Meiri
uppskeru má vænta ef aðeins er notaður helmingur af
hinum tilbúnu áburðarefnum, en í stað hins helmingsins