Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 66

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 66
70 hann er eigi of þur, eða fátækur af næringarefnum. í hálfrotnuðum eða rotnuðum mýrajarðvegi vaxa þær vel. Best er að rófnagarðar sjeu í skjóli fyrir norðan næð- ingum og hallinn eigi meiri en 1 :60. Áburður. Gulrófur þurfa mikla næringu og er því nauð- synlegt að vel sé borið í þá garða, sem á að rækta þær í, til þess að gnægð sje af næringarefnum í jarðveginum. Gömul mykja er góður áburður í gulrófnagarð. Ef nýr áburður er notaður, er best að bera hann í garðana á haustin. Nýjan áburð ætti aldrei að bera í gulrófnagarða að vorinu, því það getur komið því til leiðar, að rófurn- ar hlauþi í njóla og trjeni. Afrak af túnum er góður á- burður. Einnig má nota ösku, ef garðurinn er raklendur eða í mýrajarðveg. Við sjó má nota þara, en með hon- um þarf að bera á tilbúið áburðarefni, sem nefnt er Superfosfat. í garð sem er 100 □ faðm. að stærð, þarf að bera 20 — 40 hesta af þara og 35 pd. af Superfosfat með 20 % af Fosforsýru. Annars rná nota tilbúin áburðarefni, eingöngu, í rófna- garða. Þá fást bestar rófur, en tæplega eins mikil upp- skera og af húsdýraáburði. Tilraunir í Svíþjóð hafa sann- að, að með því að nota bæði húsdýraáburð og tilbúin áburðarefni, saman, fæst mest uppskera, en rófurnar verða vart eins góðar. Sjeu tilbúin áburðarefni notuð eingöngu, fer það nokkuð eptir jarðveginum, hver efnin best er að nota, og er hægast að komast að raun urn það, með til- raunum. Sje eigi búið að gjöra tilraunir, sem hægt er að byggja á, þá hefur reynst vel að bera á 100 □ faðma 35 pd. Superfosf. 18 °/o. 60 pd. Kainit 12 °/o. 12 pd. brennisteinssúrt Ammoniak. 6 pd. Chilesaltpjetur. Áburðarefni þessi kosta 5.64 kr. og ef vel sprettur í garðinum fást rúm 2000 pd. af gulrófum. Meiri uppskeru má vænta ef aðeins er notaður helmingur af hinum tilbúnu áburðarefnum, en í stað hins helmingsins

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.