Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 91
D5
endurskoðaðir og kosnir endurskoðendur til næsta árs; aðal-
fundur kveður á um starfsemi fjelagsins komandi ár. Fund-
irnir skulu haldnir tii skiptis í sýslunum, eptir því, sem síð-
asti aðaltundur ákveður.
9. grein
Stjórnin annast allar framkvæmdir fjelagsins. Hún boðar
til fundar og undirbýr málefni þess til aðalfundar. Einnig
hefur stjórnin á hendi alla bókun fyrir fjelagið, brjefavið-
skipti og ræður starfsmenn þess. Stjórnin getur boðað til
aukafundar til að ræða einstök vandamál, einnig er skylt
að halda aukafundi, sje þess æskt af '/3 hluta tulltrúanna.
10. grein
Fjelagið lætur árlega prenta skýrslu um starfsemi sína.
Sjái fjelagið sjer fært, gefur það út tímarit eða smáritlinga
um jarðrækt. Allt það, sem fjelagið lætur prenta, verður
sent öllum fjelögum ókeypis.
11. grein
Gjalddagi á tillögum fjelagsmanna er 1. Október ár hvert.
Reikningsár fjelagsins er almanaksárið.
12. grein
Hver sýsla á fjelagssvæðinu á kost á að koma upp einni
aðaltilraunastöð á þeim stað í sýslunni, sem stjórn Ræktun-
arfjelagsins álítur heppilegastan, með því skilyrði að sýslan
sjái um land og girðingu, ásamt undirbúningi jarðvegsins,
en fjelagsstjórnin segir fyrir um hvernig haga skuli tilraun-
unum. Fjelagið styrkir tilraunastöðvar þessar með árlegu
íjárframlagi er ekki sje minna en 'M á móts við styrk þann,
er þær njóta annarstaðar frá og borgar að hálfu leyti þeim
manni er annast tilraunirnar. Það styður og eptir þvi' sem
unnt er tilraunastöðvar, er komið yrði upp af einstökum
fjelagsdeildum enda sje staðurinn valinn í samráði við fje-
lagsstjórnina.