Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Blaðsíða 69
73
2. Þegar fræið er komið upp, parf að gæta þess, að lopt
komist að plöntunum. Það má sjá fyrir pví á þann hátt,
að láta undir gluggana á daginn, eða með pví að taka
pá alveg af, þegar gott er veður.
3. Ef frost eða hríðar eru eptir að búið er að sá í vermi-
reit, parf að pekja gluggana með pokum, hálmdýnum
eða öðru, sem varnar pví, að plönturnar frjósi í vermi-
reitnum. Að sjálfsögðu þarf að taka petta strax af og
veður hlýnar.
I hve stóran vermireit er sáð, er undir því komið, hve
margar plöntur parf í garðinn. Pað má gera ráð fyrir að
ein planta standi á hverjum 1 ? puml. Eigi er vert að
hafa vermireitskassann stærri en 4 ál. á lengd og 2 ál. á
breidd. Úr peim vermireit ætti að fást 4608 plöntur og
er pað nóg í 192 faðin. stóran garð.
Aðal kostirnir við að hafa vermireit eru:
1. Það má sá í vermireit 5 — 6 vikum áður, en hægt er
að sá eða gróðursetja í garðinn. Með pessu móti fá
plönturnar 5 — 6 vikum lengri vaxtartíma og hefur pað
mikla pýðingu, einkum í hörðum árum.
2. Það er auðveldara að liirða jurtirnar í vermireit, en
pegar sáð er í garðinn t. d. að vökva, varna illgresi
o. fl.
3. Með því að sá í vermireit, er tryggt að fá ætíð nokkra
uppskeru, hvernig sem árar og hvar sem er á landinu.
Oróðursetning og sáning. Þegar jurtirnar eru orðnar svo
vaxnar, að auk fræblaðanna, sem fyrst koma í ljós, eru
komin 2 — 3 önnur blöð, eru pær hæfilega stórar til að
gróðursetjast í garðinn. Best er að gróðursetja í rigningu.
Sje þess eigi kostur, verður að gjöra það að kveldi eptir
sólarlag eða að nóttunní. Garðurinn á að vera nýstung-
inn upp, svo yfirborð moldarinnar sje eigi farið að porna.
Moldin er jöfnuð með garðhrífu um leið og stungið er
upp. Það parf að vökva vermireitinn vei tvennur tímum
áður en plönturnar eru teknar úr honum. Plönturnar eru
teknar varlega upp, svo að sem minnst slitni af rótum
peirra. Þá er farið að gróðursetja. Best er að gróðursetja